Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

20 6.2.2 Starfsmaður í fæðingarorlofi greiðir 4% iðgjald til lífeyrissjóðs af greiðslum Fæðingarorlofssjóðs og fjármálafyrirtækis og fyrirtækið tryggir 6% mótfram- lag af sömu upphæð þann tíma sem orlofið varir enda greiði starfsmaðurinn iðgjald af sama stofni. Fyrir starfsmenn í hlutfallsdeildum lífeyrissjóða (ekki B-deild LSR) tryggir fyrirtækið mótframlag af föstum mánaðarlaunum skv. samþykktum viðkomandi sjóða. Vinnuveitandi greiðir sem svarar 5,5% (er 2% til 1. janúar 2020) af heildarlaunum starfsmanns í séreignarsjóð fyrstu þrjú starfsárin en 7% eftir það, í samræmi við það samkomulag sem gildir hjá hverjum aðila fyrir sig. Fjármálafyrirtæki greiðir 7% iðgjald af greiðslum Fæðingarorlofssjóðs og banka í séreignarsjóð fyrir starfsmann í fæðingarorlofi sem öðlast hefur réttindi til séreignarsjóðsgreiðslu skv. grein 8.1.2 í kjara- samningi þessum. Breytingar samkvæmt þessari grein tóku gildi 1. janúar 2005 og skal hámarksfjárhæð mánaðarlegrar greiðslu af hálfu vinnuveitanda taka breytingum í samræmi við breytingar sem kunna að vera gerðar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. 6.2.3 Allar fjarvistir vegna þessa fæðingarorlofs teljast til starfstíma við mat á rétt- indum. Um lífeyrisrétt fer þó samkvæmt framangreindri viðmiðun. 6.2.4 Greiða skal fastráðnum starfsmanni 90.438 kr. við barnsburð. Greiðslan skal taka breytingum til samræmis við almenna hækkun launatöflu skv. 1. kafla. 6.2.5 Ef fastráðinn starfsmaður óskar að taka lengra orlof vegna barnsburðar en að framan greinir án launa skal viðkomandi fjármálafyrirtæki leitast við að verða við þeirri ósk. 6.2.6 Verði breytingar á reglum almannatrygginga um greiðslur til foreldra í fæð- ingarorlofi á samningstímanum skulu þessar reglur teknar til endurskoðunar. Sú endurskoðun getur þó ekki leitt til þess að heildargreiðslur til foreldra lækki. 6.3 Aðbúnaður, hollustuhættir og öryggismál 6.3.1 Um aðbúnað og hollustuhætti fari að lögum nr. 46/1980. 6.3.2 Fjármálafyrirtækin munu hver um sig endurskoða öryggisreglur sínar í sam- ráði við viðkomandi starfsmannafélög að því er varðar öryggi starfsmanna. Tryggja skal að starfsmenn fái reglubundna þjálfun og að reglum þessum verði framfylgt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==