Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

22 7.1.8 Dánarbætur verða frá 1. nóvember 2022 1) Ef hinn látni er ógiftur og lætur ekki eftir sig barn/börn og hefur ekki séð fyrir foreldri eða foreldrum 67 ára eða eldri, kr. 2.102.579. 2) Ef hinn látni er ógiftur en lætur eftir sig barn/börn, kjörbörn eða fósturbörn undir 18 ára aldri, kr. 6.751.125. Sama bótaupphæð gildir hafi hinn látni sannanlega séð fyrir foreldri eða foreldrum 67 ára eða eldri. 3) Ef hinn látni var í hjúskap skulu bætur til maka vera kr. 9.293.046. Hafi hinn látni verið í sambúð skal sambúðaraðili eiga rétt til bóta eins og um hjú- skap væri að ræða, enda hafi sambúðaraðili sannanlega haldið heimili með hinum látna um árabil, þó eigi skemur en tveimur árum fyrir andlát hans. 4) Ef hinn látni lætur eftir sig barn/börn/kjörbörn/fósturbörn innan 18 ára ald- urs, fyrir hvert barn kr. 3.091.207. Sama rétt til bóta hefur barn (kjörbarn/ fósturbarn) hins látna á aldrinum 18-25 ára er stundar nám á framhalds- eða háskólastigi og hefur gert það í a.m.k. 6 mánuði á síðustu 12 mánuðum . Einnig hafa sama bótarétt barn (börn/kjörbörn/fósturbörn) hans á aldrinum 18-25 ára sem eiga við mikil og langvarandi veikindi að stríða, eru öryrkjar, fötluð eða þroskaheft. Ákvæði þessarar málsgreinar gilda hvort sem hinn látni var í hjúskap eða óvígðri sambúð. Bætur greiðast aðeins samkvæmt einum af töluliðum nr. 1,2 og 3. Til viðbótar töluliðum nr. 2 og 3 geta komið bætur skv. tölulið 4. Rétthafar til bóta eru lögerfingjar (sjá grein 7.2.4). 7.2 Líftrygging 7.2.1 Frá og með fastráðningu skulu starfsmenn njóta hóplíftryggingaverndar, þar sem fyrirtækið greiðir iðgjald fyrir félagsmenn SSF. 7.2.2 Tryggingafjárhæðir eru hinar sömu og um getur í grein 7.1.8 og skulu endurskoðaðar tvisvar á ári. Líftryggingafjárhæðir þeirra sem eru eldri en 50 ára lækka þó um 4% af grunntryggingarfjárhæðum fyrir hvert aldursár umfram 50 ár. 7.2.3 Valdi slys dauða vátryggðs innan þriggja ára frá slysdegi, greiðast rétthafa bætur úr líftryggingu að frádregnum þegar útgreiddum bótum fyrir varanlega læknisfræðilega örorku vegna sama slyss. 7.2.4 Um rétt til greiðslu vátryggingarfjárhæðarinnar fer samkvæmt reglum XV. kafla laga nr. 30/2004. Hafi vátryggingartaki/vátryggður ekki ráðstafað rétt- indum samkvæmt vátryggingarsamningi með tilnefningu rétthafa, framsali eða veðsetningu gilda reglur 100. gr. laga nr. 30/2004. Rennur vátryggingarfjár- hæðin þá til maka vátryggðs. Láti vátryggður ekki eftir sig maka fellur vátrygg- ingarfjárhæðin til erfingja vátryggðs samkvæmt lögum eða erfðaskrá. Óski vátryggingartaki eftir því að vátryggingarfjárhæðin verði greidd til til- tekinna nafngreindra einstaklinga eða annarra rétthafa, er nauðsynlegt að semja um slíkt við það vátryggingafélag sem fjármálafyrirtæki hefur samið við.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==