Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

23 7.2.5 Ákvæði um vísitölutengingu bóta eru hinar sömu og gilda um slysatryggingu starfsmanna skv. kafla 7.1.5. 7.2.6 Vátryggingavernd fellur niður þegar starfsmaður hættir störfum hjá vátrygg- ingataka, þó aldrei síðar en þegar starfsmaður nær 65 ára aldri. Tryggingin gildir einnig í launalausu leyfi nema starfsmaður taki á tímabilinu launað starf hjá öðrum aðila, þó aldrei lengur en í eitt ár frá því að launalausa leyfið hefst. 7.2.7 Við starfslok skal starfsmanni bjóðast sams konar líftrygging af hálfu þess vátryggingafélags sem fjármálafyrirtæki hefur samið við, án nýrra heilsufars- upplýsinga, skv. gjaldskrá vátryggingafélagsins fyrir einstaklingsbundnar líf- tryggingar. Hámark líftryggingafjárhæðar í framhaldstryggingu er kr. 7.728.028 (m.v. vísitölu neysluverðs í nóvember 2022, 560,9 stig). Skal starfsmaður tilkynna vátryggingafélagi um að hann óski eftir framhaldstryggingu innan þriggja mánaða frá starfslokum, að þeim tíma liðnum fellur réttur til fram- haldstryggingar niður. Réttur til framhaldstryggingar fellur ennfremur niður ef starfsmaður nýtur sambærilegrar hóplíftryggingar hjá nýjum vinnuveitanda. 7.2.8 Óheimilt er að framselja, veðsetja eða ráðstafa með öðrum hætti réttindum sem hóplíftryggingin veitir. Falli líftryggingin úr gildi af öðrum orsökum en dauða, er verðmæti hennar ekkert. 7.3 Greiðsla við andlát 7.3.1 Við andlát fastráðins starfsmanns skal fjármálafyrirtæki greiða erfingjum hans sem svarar 4 mánaða launum hins látna, talið frá næstu mánaðamótum eftir andlátið. 7.4. Ferðatryggingar 7.4.1 Veikist starfsmaður eða deyi á ferðalagi á vegum fjármálafyrirtækis greiðir fjármálafyrirtækið þann beina kostnað sem af því hlýst. 7.4.2 Týnist farangur starfsmanns eða honum er stolið á ferðalagi á vegum fjármála- fyrirtækis skal fyrirtækið bæta tjónið. 7.4.3 Greiði fjármálafyrirtæki starfsmanni bætur skv. grein 7.4.1 eða 7.4.2, gengur það inn í rétt starfsmanns til bóta úr þeim ferðatryggingum sem starfsmaður getur gert kröfu um. 7.5 Persónulegir munir 7.5.1 Verði starfsmaður fyrir tjóni á fötum eða persónulegum munum sínum við vinnu sína eða á ferðalögum á vegum fjármálafyrirtækis, skal fjármálafyrir- tæki bæta tjónið að fullu svo fremi að ekki sé um að kenna augljósu gáleysi starfsmanns. 7.6 Vátryggingaskylda 7.6.1 Atvinnurekanda ber að kaupa slysa- og líftryggingu skv. gr. 7.1 og 7.2 hjá vátryggingafélagi með starfsleyfi hér á landi sem fullnægir ofangreindum skil- yrðum kjarasamningsins um vátryggingar.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==