Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024
25 8 IÐGJÖLD TIL LÍFEYRIS-, STYRKTAR-, STARFSMENNTA- OG STARFSENDURHÆFINGARSJÓÐA 8.1 Lífeyrissjóðir 8.1.1 Iðgjöld til samtryggingarlífeyrissjóða eru þannig að 4% eru dregin af launum starfsmanns og vinnuveitandi greiðir sem svarar 6% mótframlag. Hjá þeim starfsmönnum sem eiga aðild að eldri lífeyriskerfum verður áfram miðað við þann grunn sem kveðið er um hjá hverjum aðila fyrir sig. 8.1.2 Vinnuveitandi greiðir sem svarar 5,5% (er 2% til og með 31. desember 2019) af heildarlaunum starfsmanns í séreignarsjóð fyrstu þrjú starfsárin en 7% eftir það, í samræmi við það samkomulag sem gildir hjá hverjum aðila fyrir sig. Réttur til þessarar greiðslu lýtur sömu reglu og önnur starfsaldurstengd réttindi vegna starfa í öðru fjármálafyrirtæki. 8.1.3 Í þeim tilvikum að starfsmaður leggur til viðbótarframlag í séreignarsjóð greiðir fjármálafyrirtæki frá 1.1.2003 mótframlag að jöfnu, allt að 2% á móti 2% framlagi starfsmanns. 8.2 Styrktarsjóður 8.2.1 Fjármálafyrirtæki greiða 0,70% af mánaðarlaunum starfsmanns til Styrktarsjóðs SSF. 4 8.3 Menntunarsjóður 8.3.1 Fjármálafyrirtæki greiða 0,21% af mánaðarlaunum starfsmanns til Menntunarsjóðs SSF. 5 8.4 Starfsendurhæfingarsjóður 8.4.1 Atvinnurekendur greiða 0,13% 6 í VIRK-Starfsendurhæfingarsjóð. 4 Gildir frá og með 1. júlí 2019. 5 Gildir frá og með 1. júlí 2019. 6 Gjald til VIRK-Starfsendurhæfingarsjóðs var tímabundið lækkað í 0,1% frá 1. janúar 2016 .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==