Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024
29 12 RÁÐNINGAR Í STÖÐUR, FASTRÁÐNING OG UPPSAGNAR FRESTUR 12.1 Ráðningar í stöður 12.1.1 Nýtt starf eða starf sem losnar skal auglýsa laust til umsóknar með tveggja vikna fyrirvara í viðkomandi fyrirtæki. Umsóknarfrestur getur þó verið styttri að höfðu samráði við formann starfsmannafélags. Í auglýsingu skal þess getið hvaða starfsheiti skv. grein 1.5 hið auglýsta starf tilheyrir. Ákvæði þessarar greinar gilda ekki um störf nýliða, bankaritara, varða, gjaldkera og aðstoðarfulltrúa. 12.1.2 Starfsmenn fjármálafyrirtækja skulu að jafnaði sitja fyrir við ráðningu í stöður þessar. 12.1.3 Starfsmenn mega ekki, án leyfis æðstu stjórnenda, reka atvinnu né vera umboðsmenn annarra gagnvart fyrirtækinu. 12.2 Reynslutími, fastráðning og uppsagnarfrestur 12.2.1 Það skal vera aðalregla að nýir starfsmenn séu ráðnir til reynslu í sex mánuði. Stytta má reynslutíma. Strax að loknum reynslutíma skal tekin ákvörðun um fastráðningu. Við fastráðningu skal gera skriflegan ráðningarsamning. 12.2.2 Gagnkvæmur uppsagnarfrestur lausráðinna starfsmanna er tveir mánuðir frá byrjun næsta mánaðar að telja. Uppsögn skal vera skrifleg. 12.2.3 Gagnkvæmur uppsagnarfrestur fastráðinna starfsmanna er þrír mánuðir frá byrjun næsta mánaðar að telja. Uppsögn skal vera skrifleg. Starfsmanni, sem starfað hefur a.m.k. í 10 ár í fjármálafyrirtæki eða náð hefur 45 ára aldri, verður þó ekki sagt upp með skemmri uppsagnarfresti en sex mánuðum. 12.2.4 Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skal koma fram innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Starfsmaður getur óskað þess þegar að loknu viðtali eða innan fjögurra sólar- hringa að ástæður uppsagnar séu skýrðar skriflega. Fallist atvinnurekandi á þá ósk hans, skal við því orðið innan fjögurra sólarhringa þar frá. Fallist atvinnurekandi ekki á ósk starfsmanns um skriflegar skýringar, á starfs- maður innan fjögurra sólarhringa rétt á öðrum fundi með vinnuveitanda um ástæður uppsagnar að viðstöddum trúnaðarmanni sínum eða öðrum fulltrúa stéttarfélags síns ef starfsmaður óskar þess. Formanni hlutaðeigandi starfsmannafélags/trúnaðarmanni skal gefinn kostur á að fylgjast með málsmeðferð. 12.2.5 Hafi starfsmaður brotið starfsreglur fjármálafyrirtækis í verulegu atriði má víkja honum úr starfi fyrirvaralaust og fellur þá launagreiðsla niður þegar í stað. Formanni hlutaðeigandi starfsmannafélags skal gefinn kostur á að fylgjast með málsmeðferð. 12.2.6 Starfsmenn eiga við fastráðningu rétt á grunnfræðslu um fjármálafyrirtæki og bankakerfið.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==