Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

31 og sé slíkt leyfi tekið í fullu samráði við viðkomandi yfirmann, enda valdi það sem minnstri röskun á starfsemi fjármálafyrirtækisins. Trúnaðarmönnum á vinnustað og formanni starfsmannafélags er heimilt að rækja félagsleg störf sín í vinnutíma og skal þeim sköpuð starfsaðstaða með aðgangi að síma og til að ræða einslega við starfsmenn. 13.6 Ákvæði um sjálfsafgreiðsluvélar og beinlínuvinnslu 13.6.1 Áfyllingar sjálfsafgreiðsluvéla skulu fara fram í daglegum vinnutíma, sbr. grein 2.1. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. er heimilt, til að koma í veg fyrir að afgreiðsluvél tæmist, að áfylling og önnur almenn þjónusta fari fram utan daglegs vinnutíma. Þessar aðgerðir skulu framkvæmdar í samræmi við gildandi öryggisreglur við- komandi fjármálafyrirtækis. 13.6.2 Vinna við almenna þjónustu utan daglegs vinnutíma skal innt af hendi skv. samkomulagi eiganda sjálfsafgreiðsluvélar og hlutaðeigandi starfsmanna við- komandi fjármálafyrirtækis. Náist ekki samkomulag milli starfsmanna og fjár- málafyrirtækis er heimilt að kalla út einstaka starfsmenn, þó ekki oftar en 12 sinnum á ári hvern starfsmann. 13.6.3 Um greiðslur fyrir vinnu skv. tölulið 2 fer skv. grein 2.3.4. 13.7 Áunnin réttindi vegna starfa erlendis 13.7.1 Starfsmenn sem starfað hafa erlendis flytja með sér áunninn starfstíma innan sömu samstæðu gagnvart réttindum kjarasamninga sem tengd eru starfstíma í starfsgrein, enda verði starfið erlendis talið sambærilegt.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==