Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024
36 KJARASAMNINGUR milli Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtaka atvinnulífsins 1. gr. Kjarasamningur þessi felur í sér breytingar og viðbætur við kjarasamning Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningur þessi er framlenging á kjarasamningi aðila sem gilti frá 2019-2022. 2. gr. Gildistími Gildistími samningsins er frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Almenn launahækkun Launahækkun samningsins er í formi hlutfallshækkunar og hámarks krónu- töluhækkunar. Þann 1. nóvember 2022 taka mánaðarlaun almennri hækkun um 6,75%, þó að hámarki kr. 66.000. Kauptaxtar Í stað áðurgildandi lágmarkstaxta starfsheita koma nýir sem gilda frá 1. nóvember 2022. Kjaratengdir liðir Fæðingarstyrkur hækkar um 5,0% frá 1. nóvember 2022. Desember- og orlofsuppbót Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðast við fullt starf er: Á árinu 2023 kr. 103.000. Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er: Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023 kr. 56.000. Hagvaxtarauki 2023 Með hækkun 1. nóvember 2022 hefur hagvaxtarauka skv. kjarasamningi aðila, sem koma átti til greiðslu 1. maí 2023, verið flýtt og að fullu efndur. Jafnframt er sam- komulag um að með þessari hækkun og flýtingu komi ekki til frekari endurmats á hagvaxtarauka skv. kjarasamningi 2019-2022.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==