Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024
39 2.4 Næturvinnustarfsmaður a. Næturvinnustarfsmaður er starfsmaður sem venjulega vinnur a.m.k. þrjár klst. af daglegum vinnutíma sínum á næturvinnutímabili. b. Næturvinnustarfsmaður er starfsmaður sem unnið hefur reglulega, sam- kvæmt fyrirfram ákveðnu skipulagi, minnst þrjár klst. á næturvinnutímabili í einn mánuð. Sama gildir um starfsmann sem innir af hendi 40% af reglu- legu ársvinnuframlagi sínu á næturvinnutíma. 2.5 Vaktavinna Vaktavinna er vinna sem skipt er niður í mismunandi vinnutímabil/vaktir sam- kvæmt ákveðnu kerfi, þar sem starfsmaður vinnur á mismunandi vöktum á tilteknu tímabili sem mælt er í dögum eða vikum. 2.6 Vaktavinnustarfsmaður Vaktavinnustarfsmaður er starfsmaður sem vinnur vaktavinnu. 3. gr. Daglegur hvíldartími Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klukkustunda samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til næturvinnutímabils. 4. gr. Hlé Starfsmaður á rétt á a.m.k. 15 mínútna hléi ef daglegur vinnutími hans er lengri en sex klukkustundir. Um hlé fer samkvæmt kjarasamningi samningsaðila. 5. gr. Vikulegur hvíldartími Á hverju sjö daga tímabili skal starfsmaður fá a.m.k. einn frídag sem tengist beint hvíldartíma skv. 3. gr. Að svo miklu leyti sem því verður við komið skal vikulegur frídagur vera á sunnudegi. 6. gr. Vikulegur hámarksvinnutími Meðalvinnutími á viku, að yfirvinnu meðtalinni, skal ekki vera umfram 48 klst. Æskilegt er að vinnutími sé sem jafnastur frá einni viku til annarrar. Viðmiðunartímabil við útreikning á meðalvinnutíma á viku skal vera sex mánuðir, janúar til júní og júlí til desember.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==