Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024
46 Samkomulag um kjarasamninga bankamanna 1. gr. Samkomulag þetta gildir um gerð kjarasamninga um laun og önnur starfskjör milli samningsaðila á starfsstöðvum bankanna á Íslandi og tekur til allra félagsmanna Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, sem eru ráðnir til lengri eða skemmri tíma í þjónustu þeirra fyrirtækja er hafa undirritað samkomulagið. 2. gr. Bankarnir skuldbinda sig til þess að láta félagsmenn í Samtökum starfsmanna fjár- málafyrirtækja (SSF) hafa forgangsrétt við ráðningu til bankamannastarfa sem kjara- samningur aðila tekur til, þegar þess er krafist og félagsmenn bjóðast sem séu hæfir til þeirrar vinnu sem um er að ræða. 3. gr. Um forsvar aðila í kjarasamningum og afgreiðslu samninga fer samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. 4. gr. Kjarasamningar skulu vera skriflegir og samkomulag gert hverju sinni um gildis- tíma þeirra. Að öðrum kosti fer um gildistíma og uppsögn kjarasamnings samkvæmt ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. 5. gr. Um vinnustöðvanir, ákvörðun þeirra, boðun, framkvæmd og sáttameðferð fer sam- kvæmt ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938. 6. gr. Vinnustöðvun er þó því aðeins heimil að hún nái til allra félagsmanna SSF með þeim undantekningum einum sem tilgreindar eru í 7. gr. þessa samkomulags. Óheimilt er að hefja vinnustöðvun til stuðnings aðila í annarri kjaradeilu. 7. gr. Þegar vinnustöðvun er hafin skulu allir afgreiðslustaðir viðkomandi fyrirtækja vera lokaðir og skal starfsmönnum sem eru í SSF óheimilt að vinna nokkurt starf fyrir vinnuveitanda sinn, þó með eftirtöldum undantekningum: 1. Vinnuveitendur geta eigi síðar en þrem dögum áður en boðuð vinnustöðvun á að hefjast lagt fyrir SSF til upplýsingar skrá um nöfn þeirra starfsmanna, er vinna skulu meðan á vinnustöðvun stendur, og mega á þeirri skrá vera annars vegar allir þeir sem hafa öryggisvörslu að aðalstarfi og hins vegar allt að fimm af hundraði þeirra félagsmanna SSF sem starfa hjá hverjum vinnuveitanda, þó aldrei færri
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==