Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

47 en einn starfsmaður í fullu starfi. Skránni má ekki breyta meðan á vinnustöðvun stendur, nema með samþykki Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. 2. Starfsfólki á framangreindri skrá er skylt og einungis heimilt að vinna að eftir- töldum verkefnum: a. Nauðsynlegri öryggisvörslu, þar með talið tæmingu næturhólfa. b. Nauðsynlegum rekstri kerfa og afgreiðslum til þess að standa við beinar skuld- bindingar bankans við erlenda aðila, greiðslur erlendra ábyrgða og greiðslu vaxta og afborgana af erlendum lánum bankans sjálfs eða lánum sem hann er í ábyrgð fyrir eða annast umsýslu á fyrir hönd annarra banka. Ennfremur að inna af hendi greiðslu vaxta og afborgana af erlendum lánum íslenska ríkisins og annarra viðskiptamanna, sem og lánum sem þessir aðilar eru í ábyrgð fyrir. c. Móttöku, flokkun og nauðsynlega vinnu við póst og rafræn skjöl sem bank- anum berast. Um laun og kjör þeirra sem vinna meðan á vinnustöðvun stendur skal fara eftir þeim kjarasamningi, sem gerður verður að lokinni vinnustöðvun. 8. gr. Hvorum aðila um sig er heimilt að vísa ágreiningi er varðar framkvæmd kjara- samnings til samráðsnefndar um framkvæmd kjarasamnings. Skal hún skipuð þremur mönnum frá hvorum samningsaðila að loknum kjarasamningum og starfa þar til nýir samningar hafa verið gerðir. 9. gr. Samkomulag þetta ásamt meðfylgjandi skýringum og neðanmálsgreinum gildir í fimm ár frá undirskriftardegi og er að þeim tíma liðnum uppsegjanlegt með sex mánaða fyrirvara. Aðilar geta þó hvenær sem er gert breytingar á samkomulaginu, séu þeir um það sammála. Reykjavík, 14. október 2004 Friðbert Traustason Sigurjón Þ. Árnason Formaður SÍB (SSF) Landsbanka Íslands hf. Helga Jónsdóttir Hreiðar Már Sigurðsson 1. varaformaður SÍB (SSF) KB banka hf. Gréta Kjartansdóttir Bjarni Ármannsson 2. varaformaður SÍB (SSF) Íslandsbanka hf. Björn Tryggvason Sigurður Hafstein, Samband ísl. Gjaldkeri SÍB (SSF) Sparisjóða, fh. Sparisjóðanna Anna Karen Hauksdóttir Halldór Guðbjarnason Ritari SÍB (SSF) Greiðslumiðlun hf. Oddgeir Gunnarsson Helgi H. Steingrímsson Meðstjórnandi SÍB (SSF) Reiknistofu bankanna Heiðrún Hauksdóttir Sæmundur Sæmundsson Meðstjórnandi SÍB (SSF) Tölvumiðstöð sparisjóðanna

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==