Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

48 Skýringar með samkomulagi um kjarasamninga bankamanna Kjarasamningar bankamanna hafa til þessa verið gerðir á grundvelli laga nr. 34/1977 og samkomulags um kjarasamninga félagsmanna SSF frá sama ári. Þar sem login afmarkast við banka í eigu ríkisins telja samningsaðilar rétt að gera samkomulag um hvernig samskipti þeirra verða aðlöguð að lögum sem gilda á almennum vinnu- markaði, þ.e. lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Gert er ráð fyrir að SSF geri breytingar á samþykktum sínum í samræmi við kröfur laga nr. 80/1938. Þar sem orðið „banki“ er notað í samkomulagi þessu er átt við þau fyrirtæki sem félagar SSF vinna hjá og eru aðilar að samkomulaginu, hvort sem þau eru bankar, sparisjóðir eða þjónustufyrirtæki í eigu einstakra banka eða fleiri banka í sameiningu. Ákvæðið er efnislega samhljóða gr. 12.2 í síðastgildandi kjarasamningi bankamanna. Nánar tiltek- ið er átt við eftirtalin fyrirtæki Íslandsbanki hf., KB-banki hf., Landsbanki Íslands hf., Samband íslenskra sparisjóða fh. sparisjóðanna, Sparisjóðabanki Íslands, Tölvumið- stöð sparisjóðanna, Reiknistofa bankanna og Greiðslumiðlun hf. Jafnframt liggur fyrir að eftirtalin fyrirtæki og stofnanir hafa notað kjarasamning bankamanna frá stofnun þeirra: Byggðastofnun, Lánasýsla ríkisins og Nýsköpunarsjóður. Seðlabankinn hefur átt aðild að kjarasamningi bankamanna en starfsemi hans á enn undir lög nr. 34/1977.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==