Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024
49 Samkomulag um kjarasamninga félagsmanna SSF fyrir starfsmenn Seðlabanka Íslands 1. gr. Samkomulag þetta tekur til allra félagsmanna Samtaka starfsmanna fjármálafyrir- tækja, sem eru ráðnir til lengri eða skemmri tíma í þjónustu þeirra stofnana er hafa undirritað samkomulagið, enda sé það starf þeirra aðalstarf. 2. gr. Um laun og önnur starfskjör þeirra starfsmanna sem samkomulag þetta tekur til skal fara eftir atriðum þessa samkomulags og kjarasamningum, sem gerðir eru samkvæmt því. 3. gr. Samkvæmt samkomulagi þessu fara bankaráð og stjórnir lánastofnana með fyrirsvar sinna stofnana en Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja með fyrirsvar starfsmanna við kjarasamninga og aðrar ákvarðanir í sambandi við þá. Samningar skulu fara fram á milli samninganefnda þriggja til sjö manna er hvor aðili um sig skipar. Kjarasamningar skulu staðfestir af hlutaðeigandi bankaráðum og stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. 4. gr. Kjarasamningur skal kveða á um föst laun, fjölda launaflokka, vinnutíma, laun fyrir yfirvinnu, orlof, greiðslu ferðakostnaðar, fæðisaðstöðu, tryggingar, meginreglur til viðmiðunar um röðun starfsheita í launaflokka og önnur kjaraatriði, sem eigi eru lög- bundin. Kjarasamningar skulu vera skriflegir og samkomulag gert hverju sinni um gildistíma þeirra. Óski annar hvor aðila, að gefnu sérstöku tilefni, endurskoðunar á launalið kjarasamnings á samningstímanum, skulu aðilar þegar í stað hefja viðræður. Náist ekki samkomulag innan þrjátíu daga skal ágreiningsatriðum skotið til úrlausnar gerðar-dóms sbr. ákvæði 6. gr. Slík endurskoðun skal þó ekki fara fram oftar en einu sinni á samningstímanum. 5. gr. Uppsagnarfrestur kjarasamnings af hendi beggja aðila skal eigi vera skemmri en þrír mánuðir. Uppsögn skal vera skrifleg og send í ábyrgðarbréfi eða kynnt viðtakanda á annan sannanlegan hátt. Í samþykktum Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja skal vera ákveðið hver taki ákvörðun um uppsögn kjarasamnings, boðun verkfalls og hvernig ákvörðun þar um skuli tekin. Aðili, er segir upp kjarasamningi, skal samtímis uppsögn senda gagnaðila sínum kröfugerð og megintillögur um nýjan kjarasamning og skulu samningaviðræður þá þegar teknar upp. Endurrit af uppsögn kjarasamnings svo og tillögur og kröfugerð um nýja samninga skal senda sáttasemjara ríkisins í vinnudeilum samtímis og gögn þessi eru send gagnaðila.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==