Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

51 stofnananna eru síðan vegin saman með ákveðnum vogum, er m.a. taka tillit til starfs- mannafjölda þeirra, og ræður meirihluti atkvæða sem þannig er fenginn. Allir aðal- félagar Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, sem uppfylla skilyrði 1. gr. Þessa samkomulags og eiga í kjaradeilu, hafa atkvæðisrétt um sáttatillögu. Leggja skal fram kjörskrá, áður en atkvæðagreiðsla hefst. Félagsdómur dæmir um kjör-skrárdeilur. Atkvæðagreiðsla skal vera skrifleg og leynileg og standa í minnst tvo daga. Sátta- nefnd eða fulltrúum hennar er heimilt að vera á kjörfundum. Jafnskjótt og atkvæða- greiðslu er lokið skulu atkvæði og kjörgögn send sáttanefnd. Talning atkvæða fer fram undir stjórn sáttanefndar og er hvorum aðila heimilt að hafa umboðsmenn viðstadda talningu. Sáttatillaga telst felld, ef helmingur greiddra atkvæða hið minnsta er á móti henni, enda hafi ekki færri en helmingur atkvæðisbærra starfsmanna á kjörskrá greitt atkvæði. Annars telst sáttatillaga samþykkt. Sáttanefnd úrskurðar um öll vafaatriði sem rísa kunna við atkvæðagreiðslur. Er úrskurður sáttanefndar endanlegur. Sáttatil- laga, sem hefur verið samþykkt, telst gildur kjarasamningur. 11. gr. Ef sáttatillaga er felld geta aðilar komið sér saman um að skjóta ágreiningsatriðum til gerðardóms, sbr. 6. gr. 12. gr. Eftir að vinnustöðvun er hafin, getur sáttanefnd borið fram miðlunartillögu, og fer um hana eftir sömu reglum og sáttatillögur, að því er varðar atkvæðagreiðslu. 13. gr. Þegar vinnustöðvun er hafin, skulu allir afgreiðslustaðir viðkomandi stofnana vera lokaðir og er starfsmönnum bankanna, öðrum en bankastjórum og aðstoðarbanka- stjórum, óheimilt að vinna nokkurt starf fyrir vinnuveitanda sinn, þó með eftir-töldum undantekningum: 1. Vinnuveitendur geta eigi síðar en þrem dögum áður en boðuð vinnustöðvun á að hefjast lagt fyrir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja skrá um nöfn þeirra starfsmanna, er vinna skulu meðan á vinnustöðvun stendur, og mega á þeirri skrá vera allir þeir, sem hafa húsvörslu að aðalstarfi og auk þeirra allt að fimm af hundraði þeirra félagsmanna Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, sem starfa hjá hverjum vinnuveitanda. Skránni má ekki breyta meðan á vinnustöðvun stendur, nema með samþykki Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. 2. Starfsfólki á framangreindri skrá er skylt og einungis heimilt að vinna að eftir- töldum verkefnum: a. Nauðsynlegri öryggisvörslu. b. Nauðsynlegum afgreiðslum til þess að standa við beinar skuldbindingar stofn- unarinnar við erlenda aðila, greiðslur erlendra ábyrgða og greiðslu vaxta og afborgana af erlendum lánum stofnunarinnar sjálfrar eða sem hún er í ábyrgð fyrir. Ennfremur að inna af hendi greiðslu vaxta og afborgana af erlendum lánum íslenska ríkisins eða sem eru með ábyrgð þess.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==