Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

6 KAUP 1.1 Mánaðarlaun 1.1.1 Mánaðarlaun starfsmanns sem gegnir fullu starfi eru að lágmarki skv. lág- markstöxtum sem fylgja samningi þessum. Hækkun mánaðarlauna Launahækkunsamningsinseríformihlutfallshækkunaroghámarkskrónutöluhækkunar. Þann 1. nóvember 2022 taka mánaðarlaun almennri hækkun um 6,75% þó að hámarki kr. 66.000. Með launahækkun 1. nóvember 2022 hefur hagvaxtarauka skv. kjarasamningi aðila, sem koma átti til greiðslu 1. maí 2023, verið flýtt og að fullu efndur. Jafnframt er samkomulag um að með þessari hækkun og flýtingu komi ekki til frekara endurmats á hagvaxtarauka skv. kjarasamningi 2019-2022. Fæðingarstyrkur hækkar um 5% frá 1. nóvember 2022, verður 90.438 kr. Kauptaxtar Í stað áðurgildandi lágmarkstaxta starfsheita koma nýjir sem gilda frá 1. nóvember 2022 Starfsheiti Lágmarkstaxti Nýliðar 456.415 Gjaldkerar og bankaritarar 488.490 Þjónustufulltrúar og ráðgjafar 544.574 Féhirðir 603.609 Sérfræðingar 646.370 1.1.2 Brot úr mánaðarlaunum reiknast þannig að deilt er með 21,67 í mánaðarlaunin og margfaldað með fjölda almanaksdaga annarra en laugardaga og sunnudaga frá upphafi til loka starfstíma. 1.1.3 Við ákvörðun launa skal meðal annars tekið tillit til starfsaldurs og menntunar. 1.1.4 Það skal vera aðalregla að fastráðnir starfsmenn fái laun sín greidd fyrir fram fyrsta virkan dag hvers mánaðar en lausráðnir starfsmenn eftir á í lok hvers mánaðar eða fyrsta virkan dag þess næsta, nema um annað sé samið við hlutað- eigandi starfsmannafélag. 1.1.5 Við greiðslu launa til starfsmanns á hann rétt á að fá launaseðil merktan nafni sínu. Á launaseðli skulu tilgreind föst laun starfsmanns það tímabil, sem greiðslan tekur til, fjöldi yfirvinnustunda og sundurliðun einstakra tekju- og frádráttarliða sem leiða til útgreiddrar launafjárhæðar svo og frítökuréttur.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==