Kjarasamningur SSF og SA - 1. nóvember 2022 - 31. janúar 2024

7 1.2 Dagvinnukaup 1.2.1 Dagvinnukaup miðast við deilitölu 159,25 miðað við mánaðarlaun fyrir dagvinnu. 1.3 Yfirvinnukaup 1.3.1 Yfirvinna er greidd með tímakaupi. Tímakaup fyrir yfirvinnu er 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sbr. gr. 1.2.1. 1.3.2 Öll vinna, sem unnin er á stórhátíðum (nýársdag, páskadag, hvítasunnudag, jóladag og eftir kl. 12.00 á aðfangadag jóla og gamlársdag, föstudaginn langa og 17. júní), greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu, sbr. gr. 1.2.1. 1.3.3 Semja má við starfsmenn um fasta mánaðarlega þóknun fyrir yfirvinnu. 1.3.4 Öll yfirvinna skal greidd eftir á fyrir hvern mánuð eða 30 daga og komi til útborgunar eigi síðar en 2 vikum eftir síðasta reikningsdag. 1.3.5 Starfsmaður í hlutastarfi skal fá greitt dagvinnukaup sæki hann námskeið að deginum til þótt það sé haldið utan reglulegs vinnutíma hans. 1.4 Álagsgreiðslur og vaktaálag 1.4.1 Vaktaálag skal miðast við þann launaflokk sem viðkomandi starfsmaður er í. Á tímabilinu kl. 17:00–24:00 skal vaktaálag vera 33,33%, á tímabilinu kl. 24:00–09:00 og um helgar 45% og á stórhátíðadögum 90%. Þetta ákvæði á þó ekki við um kvöld- og næturverði né um starfsfólk sem vinnur á tímabilinu kl. 12:30–19:15, sbr. grein 2.2.3. 1.5 Desember- og orlofsuppbót 1.5.1 Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er sem hér segir: Á árinu 2023 kr. 103.000. Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar. 1.5.2 Orlofsuppbót Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er: Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023 verði orlofsuppbót kr. 56.000.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==