Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

9 Í þessu riti er brugðið upp mynd af starfi Samtaka starfsmanna fjár- málafyrirtækja síðastliðin 80 ár. Vitaskuld er ekki um tæmandi lista atburða í starfi þessa rótgróna félags að ræða en dregnar eru upp svip- myndir af þróun og tíðaranda í starfi samtakanna í gegnum tíðina. Það er von okkar að félagsmenn SSF hafi bæði gagn og gaman af lestrinum. Þegar litið er yfir sögu SSF kemur á óvart hversu áherslur í starfi sam- bandsins hafa í raun lítið breyst. Sem fyrr er megináherslan lögð á kjara-, réttinda- og fræðslumál. Starfsemi SSF er enn byggð upp á mjög hefð- bundin hátt, þing eru haldin á þriggja ára fresti og það er svo á ábyrgð stjórnar SSF að framfylgja þeirri stefnu sem þing markar hverju sinni. Um leið og við horfum yfir farinn veg er nauðsynlegt að líta til fram- tíðar. Það er erfitt að segja til um hvað framtíðin ber í skauti sér. Samtökin hafa gengið í gegnum framfaraskeið, tíma vaxtar og góðæris en einnig kreppu. Saga samtakanna er að mörgu leyti fólgin í andstæðum kringum- stæðum sem móta hvert tímabil í sögu þeirra en ávallt hafa samtökin spilað vel úr aðstæðum og komist upprétt í gegnum hvern öldudal. Fyrir tuttugum árum síðan horfðum við fram á aukna samkeppni á fjármálamarkaði á Íslandi. Hið sama á við nú, við horfum fram á aukna samkeppni, þar sem ekkert er því til fyrirstöðu að erlend fjármálastarf- semi hefji starfsemi hér á landi eða kaupi hlutafé í þeirri fjármálastarf- semi sem er fyrir. Með aukinni tækni verður líklega enn hægt að fækka starfsmönnum bankanna en á sama tíma gerir tæknin kröfu um sértækari störf. Þetta er verkefni samtakanna og áskorun sem mun vara um ókomin ár. Við þurfum að brýna okkur gagnvart ófyrirséðum aðstæðum, ógnum og umbreytingum og vera tilbúin til þess að mæta þeim sem áskorunum. Við höfum staðist þær hingað til og munum gera það áfram. Til að mæta áskorunum næstu missera og ára er mikilvægt að treysta enn frekar samstarfið í SSF og efla kjara- og réttindabaráttu samtakanna. Hluti af því starfi er að sameina alla starfsmenn fjármálafyrirtækja á Íslandi í einu sterku stéttarfélagi. Ég vil skora á alla félagsmenn að láta að sér kveða í starfi SSF og deila með okkur sínum sjónarmiðum varðandi starf og stefnu SSF. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja Friðbert Traustason. Ávarp formanns Litið yfir farinn veg og horft til framtíðar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==