Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

12 í 80 á r 1935–2015 Úr frjóum jarðvegi 1935–1945 F jórði áratugurinn var mikið vakningartímabil í íslensku þjóðlífi. Gróska ríkti á menningarsviðinu og efnahagur landsins var farinn að styrkjast í kjölfar heimskreppunnar. Samfara aukinni velmegun bast launafólk fastari böndum og sótti fram til aukinna réttinda. Íslenskir bankamenn voru þar engin undantekning. Það var í þessum frjóa jarðvegi sem Samband íslenskra bankamanna skaut rótum í ársbyrjun 1935. Stofnunin átti sér nokkurn aðdraganda því forráðamenn starfsmannafélags Landsbanka Íslands og Útvegsbanka Íslands komu saman til tveggja funda haustið 1934. Sjálfur stofnfundurinn var svo haldinn 30. janúar 1935. Forseti var kjörinn Haraldur Johannessen og með honum í stjórn þeir Franz E. Andersen, Baldur Sveinsson, Ein- varður Hallvarðsson og Elís Halldórsson. Stofnfélagar voru 75 starfsmenn Landsbanka Íslands og 53 starfsmenn Útvegsbanka Íslands. Hafist handa Rúmlega viku eftir stofnfundinn kom nýkjörin stjórn saman til síns fyrsta fundar. Þar var nánari verkaskipting ákveðin og markmið sett. Var m.a. fastmælum bundið að birta frétt um stofnun sambandsins í útvarpinu og að fara þess á leit við starfsmannafélögin að þau greiddu eina krónu af hverjum félagsmanni upp í starfskostnað SÍB. Einnig hófust menn handa um undirbúning árshátíðar er haldin skyldi um vorið og hugað að stofnun blaðs bankamanna. Bankablaðið sá dagsins ljós í júlí 1935. Í ávarpi sambandsstjórnar á forsíðu segir m.a.: „Þetta fyrsta blað, sem gefið er út til reynslu, verður ekki selt heldur sent öllum sambandsfélögum ókeypis. Um það, hvort blaðið kemur út eftirleiðis eða hve oft, er ekki hægt að segja að svo stöddu. Það fer eftir undirtektum og áhuga sambandsfélaga. En stjórn sambandsins væntir þess, að allir, sem hlut eiga að máli, bregðist þannig við að hægt verði að halda útgáfunni áfram. Til þess að svo megi verða, þarf hver og einn að leggja fram sinn skerf.“ Í þessu fyrsta tölublaði kemur einnig fram að nafnið Bankablaðið hafi einungis verið valið til bráðabirgða og þess farið á leit við bankamenn að

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==