Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
14 í 80 á r 1935–2015 þeir sendi inn tillögur að framtíðarnafni. Ekki verður séð hvort banka- menn hafi almennt svarað því kalli en hitt vitum við að þetta nafn festist við blaðið til langframa. Bakari eða bankamaður? Strax á fyrsta sumri hins nýstofnaða sambands bankamanna kom til kasta þess þegar bakari nokkur á Ísafirði var ráðinn í starf gjaldkera Útvegs- bankans þar, en gengið framhjá öðrum umsækjanda, Adolf Björnssyni, manni sem hafði góða menntun og reynslu af bankastörfum. Þess má geta að bakarinn var framámaður í stjórnmálaflokki einum, bæjarfulltrúi með meiru. Um sömu mundir var stöðu útibússtjóra Útvegsbankans á Akureyri ráðstafað gegn vilja starfsmannafélags bankans sem mælti eindregið með Svanbirni Frímanns- syni, sem þá var gjaldkeri bankans á Akureyri. Af þessu tilefni birtist grein í Bankablaðinu undir dulnefninu ACBA. Þar segir m.a.: „…barst Félagi starfsmanna Útvegsbanka Íslands h.f. einnig nokkurs konar gjöf frá Útvegs- bankanum eða réttara sagt „ofanígjöf“ þar sem um veitingu gjaldkerastöðunnar á Ísafirði er að ræða. Bankastjórar þessa banka, eða að minnsta kosti tveir þeirra, hafa tvímælalaust staðfest, að ekki sé nokkurs virði að menn séu að eyða tíma og fé til að þroska og þjálfa sig til bankastarfs. Slíkt sé tóm endileysa. Þeir menn séu miklu færari, sem t.d. stæli puttana við prentverk, þjálfi andann við brauðhnoð eða skerpi „útsjónuna á skipsfjöl eða því um líkt.“ Rígur milli bankamanna Strax á fyrstu árunum varð vart nokkurskonar togstreitu milli sambands- mannafélaga Útvegsbankans og Landsbankans. Hamlaði þetta nokkuð starfsemi SÍB því öll meiri háttar mál þess náðu ekki fram að ganga nema fundir starfsmannafélaga bankanna samþykktu þau. Gilti þetta t.d. um eftirlaunasjóðsmál og hugmyndir um stofnun sjúkratrygginga banka- manna, en hvort tveggja vafðist nokkuð fyrir mönnum. Á fyrsta reglulega aðalfundi SÍB sem haldinn var 17. febrúar 1936 kom til ágreinings um kjör meðstjórnenda. Forseti, Haraldur Johannessen, hafði einróma verið endurkjörinn en hann hafði gefið kost á sér með því skilyrði að fyrri stjórn sæti áfram. Þegar kom að kosningu meðstjórnenda komu fram tveir listar. Lýsti Haraldur því þá yfir að hann tæki ekki kjöri. Var fundi slitið við svo búið en framboðsfundir boðaðir viku síðar. Þar var
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==