Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
15 Úr f rjóum ja r ðv egi 1935–1945 Einvarður Hallvarðsson kosinn forseti og með honum í stjórn þeir F.A. Andersen, Elías Halldórsson, Haukur Þorleifsson og Björn Björnsson. Á þessum sama fundi var Starfsmannafélag Búnaðarbanka Íslands boðið velkomið í SÍB. Norræn samvinna Fulltrúar SÍB fóru í fyrsta sinn á mót norrænna bankamanna vorið 1937. Var það haldið í Stokkhólmi í boði Sænska bankamannasambandsins sem þá hélt jafnframt upp á 50 ára afmæli sitt. Frá Íslandi fóru þeir Haukur Helgason og Þorgeir Ingvarsson. Fyrsti fundurinn hér á landi í þessu sam- starfi Norðurlandanna var haldinn í Reykjavík árið 1949. Fram að þessu höfðu hinir norrænu fundir verið skipaðir fulltrúum einstakra landssambanda en árið 1952 kom fram tillaga þess efnis að skipulaginu yrði breytt þannig að í stað fulltrúafundanna yrði stofnað norrænt samband bankamanna. Gekk það eftir og Norræna banka- mannasambandið, NBU, var stofnað 24. ágúst 1953. Hefur það starfað æ síðan og einkum unnið að kjaramálum bankamanna, fræðslu- og kynn- ingarmálum og á vegum þess starfa ýmsar fastanefndir. Frá 1964 hefur SÍB átt fastafulltrúa í stjórn NBU. Jakkar og svuntur Í 1. tbl. Bankablaðsins árið 1938 er þessa klausu að finna: „Fyrir nokkrum árum mun það hafa verið ákveðið að Landsbankinn léti starfsmönnum sínum í té vinnujakka og svuntur, eftir því sem við ætti í hverju tilfelli. Kvenfólkið er fyrir óratíma búið að fá sínar svuntur, en ekki bólar á jökkum handa karlmönnunum. „Damerne først“ var svo sem sjálfsagt en það réttlætir ekki tómlætið í garð karlmannanna. Vonandi verður þó bætt úr þessu bráðlega. Fyrsti formaður sam- takanna; Haraldur Johannessen.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==