Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
16 í 80 á r 1935–2015 Einnig virðist engin meining í því, að gera upp á milli dyravarða Lands- bankans og láta aðeins einn þeirra hafa einkennisföt. Þessir dróttsetar bankans þurfa á einhvern hátt að skera sig út úr, til þæginda fyrir viðskipta- vini bankans. Sama er og með sendla og sendimenn bankans. Mál þetta hefur verið látið afskiptalaust alltof lengi og vil ég því skora á þá, sem hlut eiga að máli, að sjá um skjótar framkvæmdir. – Einn á skyrtunni.“ Kaupfélagsstjórarnir koma Þannig hljóðar fyrirsögn í Bankablaðinu í ágúst 1939. Þar er greint frá því að Landsbankanum hafi hlotnast sá heiður að fá að njóta starfskrafta þriggja fyrrum kaupfélagsstjóra, þeirra Hannesar Jónssonar, Vilhjálms Þór og Benedikts Guttormssonar. Síðan segir í hæðnistón: „Landsbankinn fær því þrjá kaupfélagsstjóra á tæpu hálfu öðru ári, Útvegsbankinn hefur engan fengið ennþá en aðalgjaldkeri Búnaðarbank- ans var áður kaupfélagsstjóri og heyrst hefir að aðalbókarastaðan þar hafi verið boðin kaupfélagsstjóra nokkrum, en sá hafi verið nógu hreinskilinn til að segjast ekki álíta sig færan til þess að taka við stöðunni og neitað því algjörlega. – Skyldi finnast annar í staðinn!“ Hugmynd um bankamannaskóla Menntunarmál bankamanna voru ofarlega á baugi í umræðunni á fyrstu árum SÍB. Sveinn Þórðarson skrifaði grein í Bankablaðið í október 1938 Hannes Jónsson, fyrr- verandi kaupfélagsstjóri Vestur-Húnvetninga og alþingismaður. Hann starfaði jafnframt við endurskoðun hjá Lands- bankanum. Landsbankahúsið nýja.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==