Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

18 í 80 á r 1935–2015 en þá mun hugmynd að stofnun bankamannaskóla fyrst hafa verið hreyft þar. Allnokkrar greinar voru skrifaðar um málið á næstu árum og um það fjallað á þingum SÍB. Skóli bankamanna varð þó ekki að veruleika fyrr en í lok sjötta áratugarins. Hugað að byggingarmálum Húsnæðisekla var mikil á fjórða áratugnum og raunar mun lengur en það. Innan SÍB komu strax fram raddir um stofnun byggingarfélags bankamanna og að því kom í janúar 1942 að sambandið fékk svar frá borgaryfirvöldum í Reykjavík varðandi umsókn um lóðir á Melunum, vestan Suðurgötu. Synjaði bæjarráð erindinu að svo stöddu á þeim for- sendum að ekki væri búið að skipuleggja svæðið. Styrjöldin og dýrtíð sem henni fylgdi svæfði byggingarmálið um sinn. Byggingarfélag banka- manna var svo stofnað 6. október 1944 og var Jón Grímsson kjörinn fyrsti formaður þess. Hafði það m.a. forgöngu um innflutning hinna svoköll- uðu sænsku húsa í Vogahverfinu í Reykjavík að lokinni styrjöldinni. Þrátt fyrir dýrtíðina mátti sjá að styrjöldinni fylgdu veltiár og mikill uppgangur sem sést m.a. á því að auglýsingasíður 1. tbl. Bankablaðsins árið 1942 voru 54 talsins en efnissíður aðeins 32! Snúist til varnar Menntunar- og menningarmál bankamanna voru helstu viðfangsefni SÍB fyrsta áratuginn. Haldin voru fræðslukvöld, keppt í skák, efnt til árshátíða og knattspyrnukeppni þar sem barist var um „Silfurvíxilinn“, glæsilegan silfurskjöld sem Bankablaðið gaf út árið 1937. Eiginleg kjaramál komust fyrst á dagskrá þegar sambandið mótmælti harðlega dýrtíðarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar vorið 1943. Þar segir m.a.: „Stríðsgróðinn hefir nær allur fallið í hlut annarra stétta og þá fyrst og fremst atvinnurekenda í útgerð og verslun, án þess að hægt sé að færa fram nein rök fyrir því, að þeir hafi frekar til þess unnið en launþegar og aðrar afskiptar stéttir þjóðfélagsins.“ Hér kveður við nokkuð annan og hvassari tón en áður. Krafan um samræmd kjör á milli bankanna komust og á dagskrá en á þessum árum ákváðu bankaráðin einhliða kjör starfsmanna. Það leið ríflega áratugur áður en SÍB kom beint að undirbúningi reglugerðar um störf og launa- kjör allra bankamanna sem gefin var út árið 1956. Fleiri slíkar fylgdu í kjölfarið og reyndust þær vera undanfari kjarasamninga á milli aðila upp úr miðjum áttunda áratugnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==