Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

20 í 80 á r 1935–2015 H austið 1945 átti Landsbanki Íslands 60 ára afmæli og er þess að nokkru getið í Bankablaðinu það ár. Í grein eftir Klemens Tryggva- son kemur m.a. fram að mjög lítil fjölgun hafi orðið í starfsliði bankans áratuginn á undan þrátt fyrir stóraukin umsvif. Starfsmenn Landsbankans árið 1945 voru aðeins 87 talsins en þá hafði útibúum fjölgað og gjaldeyris- eftirlitsdeild og hagfræðideild verið settar á stofn. Í tilefni af afmælinu ákvað bankaráðið að gefa 50.000 kr. í námssjóð starfsmanna er hafði verið stofnaður áratug áður. Þá var einnig ákveðið að innrétta efsta loft banka- hússins sem samkomusal fyrir starfsmenn. Af ýmsum ástæðum varð þó ekki úr framkvæmdum fyrr en sumarið 1950. Landsbankinn studdi vel við bakið á sínu fólki og m.a. var innréttaður salur á efsta lofti aðalbankans í Reykjavík. Veltiár að loknu stríði 1945–1955

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==