Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

21 V elt i á r a ð lok nu st r í ði 1945–1955 Skilningur – réttlæti – víðsýni Með vísan í þessi hugtök þakkar frú Sigríður Brynjólfsdóttir yfirmönnum Landsbankans aukna upphefð kvenna í bankanum og öra þróun í átt til jafnræðis í launamálum á við karlana. Hún ræðir kröfur Landsbanka- kvenna um sömu laun fyrir sömu vinnu og segir í grein í Bankablaðinu árið 1947: „Höfum við nú fengið þessar óskir okkar uppfylltar þannig, að laun flestra okkar eldri hafa verið færð til samræmis við laun karlmannanna og vonum við að hér verði ekki staðar numið. Einnig hefur ein okkar verið skipuð fulltrúi…“ „Ég sé inn um gluggann þinn …“ Halldór Stefánsson, sá ágæti rithöfundur og starfsmaður Landsbankans, slær á léttari strengi og birtir í þessu sama hefti ljóðið Skrifstofustúlka. Síðasta erindið er á þessa leið: Ég sé inn um gluggann þinn, á hvíta fagra fingur þú fengið hefur blekklessu, ég veit það ergir þig. Ég vorkenni þér innilega og vil þig láta kyssa, því kannski varstu þá að skrifa reikninginn á mig. „Eins og skýrt var frá í síðasta Bankablaði, samþykkti stjórn Útvegsbanka Íslands h.f. að leggja starfsfólki til vinnufatnað. Á myndinni að ofan má sjá nokkrar af blómarósum bankans í hinum nýju búningum.“ Bankablaðið, 18. árg. 1.-2. tbl. (1952).

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==