Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

23 V elt i á r a ð lok nu st r í ði 1945–1955 „Eins og kýr í fjósi“ Höfuðborgin þandist mjög út á stríðsárunum og hélt sú þróun áfram eftir að kom fram á síðari hluta fimmta áratugarins. Ein afleiðingin varð sú að frá stjórnarráðinu bárust þau tilmæli að bankarnir tækju upp rekstur mötuneytis þar sem starfsmenn hefðu ekki tíma til að ganga til síns heima í hádeginu. Um þetta voru að vonum skiptar skoðanir og Guðmundur R. Ólafsson skrifar í 1. tbl. Bankablaðsins 1948: „Ég tek það vafalaust í verkahring landlæknis ef honum er skýrt frá þessu máli, að vara við því að byrgja starfsfólkið inni í vinnustofunum allan daginn, eins og kýr í fjósi, án nauðsynlegrar útigöngu um miðjan daginn. Væri fróðlegt að leita álits landlæknis og læknadeildar Háskólans á áhrifum þess að heilsu starfsmanna.“ Þrátt fyrir andmæli Guðmundar og eflaust margra fleiri bankamanna varð þróunin sem kunnugt er sú að mötuneytin spruttu upp í bönkunum – og starfsmenn urðu af hressingargöngu í hádeginu. Sænsku húsin rísa Eftir að Byggingarsamvinnufélag bankamanna í Reykjavík hóf starfsemi risu hin svokölluðu „sænsku hús“ af grunni eftir að ófriðnum lauk. Um var að ræða tilsniðin hús frá Svíþjóð og því byggingartíminn stuttur. Bankarnir reyndu að hlaupa undir bagga með byggjendum og m.a. veitti Búnaðarbankinn starfsmönnum sínum hagstæð lán til 35 ára á 5,7% vöxtum. Síðar opnuðust frekari möguleikar til fjármögnunar húsa banka- manna því að eftirlaunasjóðir hófu að veita lán til íbúðabygginga. Mestur þróttur var í Byggingarsamvinnufélagi starfsmanna Landsbankans er var stofnað 1949 og byggði allmargar íbúðir á næstu árum. Dýrtíðin eins og ófreskja Verðbólga magnaðist mjög þegar líða tók að lokum fimmta áratugarins og kaupmáttur launa minnkaði ár frá ári. Bjarni G. Magnússon, ritstjóri Bankablaðsins skrifar grein í lokahefti ársins 1948: „Þeir sem stjórna verða að gera sér ljóst, að ekki er hægt að una til lengdar, að kjör almennings séu skert, en alls konar óhóf og eyðsla skipar öndvegi hjá hinu opinbera. Það fyrirheit, sem gefið var á sínum tíma, þegar vísitalan var bundin, um að verðlag færi ekki hækkandi og kaupmáttur launanna yrði aukinn, hefur því miður ekki enn orðið að veruleika.“

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==