Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

24 í 80 á r 1935–2015 Bankatúr Útvegsbankans Starfsmenn Útvegsbankans gerðu sér glaðan dag 25. júní 1949 en þá var farin hópför þeirra um Krísuvíkurveg og m.a. áð í Herdísarvík þar sem menn snæddu kost sinn „í bílunum eða úti undir berum himni“ eins og segir í stuttri klausu. Í lok hennar segir á þessa leið: „Veður er ekki sem best, en þrátt fyrir það var glatt á hjalla og fólkið skemmti sér konunglega. Jók það á ánægju manna að bankastjórar voru allir með í förinni.“ Leikarar í bankamannastétt Þjóðleikhúsið var vígt árið 1950 og af því tilefni var rifjað upp í Banka- blaðinu hversu margir leikarar væru í stétt bankamanna. Í ljós kemur að margir af helstu leikurum þjóðarinnar reyndust vera í hópnum og eru m.a. nefndir til sögunnar þeir Jens B. Waage og sonur hans Indriði Waage, Þorsteinn Jónsson, Einar Viðar, Jakob Möller, Ragnar E. Kvaran, Brynjólfur Jóhannesson, Valur Gíslason, Pétur Pétursson, Steindór Hjör- leifsson, Sigfús Halldórsson og Indriði Einarsson. Bönkunum fjölgar Sunnudaginn 26. október 1952 var stofnfundur fjórða viðskiptabankans, Iðnaðarbanki Íslands, Landsbanki Íslands, Útvegsbanki Íslands og Bún- aðarbanki Íslands auk Framkvæmdabanka Íslands.“ Á fundinum var kosið fimm manna bankaráð en formlega hóf bankinn starfsemi að Lækjargötu 2 hinn 25. júní árið eftir. Í tengslum við stofnfundinn var rætt um að sameina hinn nýja banka Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Þau áform urðu sem kunnugt er ekki að veruleika og róið á önnur mið í þeim efnum. Fleiri bankar fylgdu svo í kjölfarið: starfsemi Seðlabanka Íslands var aðskilin frá Landsbanka Íslands 1961, Verzlunarbanki Íslands var stofn- aður 1961, Samvinnubanki Íslands 1963 og Alþýðubankinn 1970, auk sparisjóðanna er fjölgaði ár frá ári. Fjörugt íþróttalíf Bankamenn hafa ávallt iðkað íþróttir mikið og gildir það jafnt um listina að keppa til sigurs á andlegu sviði jafnt sem líkamlegu. Starfsmannafélög bankanna mynduðu snemma með sér knattspyrnufélög, skákklúbba og ferðafélög sem skipulögðu bankatúrana víðfrægu. Ekki er hægt að telja upp öll nöfn afreksmanna á íþróttasviðinu hér

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==