Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

28 í 80 á r 1935–2015 Draumarnir rætast 1955–1965 Á rið 1955 var tímamótaár í íslenskri bankasögu því þá varð Banka- blaðið og SÍB 20 ára, Landsbanki Íslands 70 ára, Útvegsbanki Íslands 25 ára og Búnaðarbanki Íslands 25 ára, því þótt lögin um hann hafi öðlast gildi sumarið 1929 hófst lánastarfsemi ekki fyrr en bankinn fluttist í Arnarhvál hinn 1. júlí 1930. Útgáfa Bankablaðsins þessi tuttugu fyrstu ár þess reyndist brösótt á köflum en það kom þó að jafnaði út tvisvar til fjórum sinnum á ári. Ritnefnd stýrði blaðinu framan af en að því kom að Þorsteinn Jónsson úr Landsbank- anum var ráðinn fyrsti ritstjóri Bankablaðsins. Bjarni G. Magnússon, sem var ritstjóri blaðsins í 28 ár, segir í grein í afmælisblaðinu 1955: „Bankablaðið er og verður sá vettvangur, sem líklegastur er að verði okkur drýgstur í baráttunni. Í gegnum það eigum við að kynna sjónarmið okkar, gera grein fyrir málefnum hverju sinni. Með hógværð og rökvísi. Samfara ákveðnum og réttmætum kröfum til betra og lífvænlegra lífs – betri starfsskilyrða – og aukinnar menntunar bankamanna – mun blaðið í framtíðinni sem hingað til verða bestur málsvari íslenskra bankamanna.“ Auglýsing úr Banka- blaðinu, 20. árg. 1.-2. tbl. (1954).

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==