Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

30 í 80 á r 1935–2015 tímar þar sem sambandið þróaðist hraðfluga í átt til þess að verða raun- verulegt stéttarfélag bankamanna í landinu. Síðla árs 1956 settu bankarnir sameiginlega reglugerð um störf og launakjör bankamanna í kjölfar nýrra laga um laun starfsmanna ríkisins. Og þótt ekki sé tekið fram í reglugerð- inni að hún sé afrakstur viðræðna við samtök bankamanna, litu þau svo á að SÍB hafi í raun verið viðurkennt sem samningsaðili að nokkru leyti. „Electronic“ kemur til sögu Í Bankablaðinu árið 1957 er viðtal við Ottó A. Michelsen og skýrir hann lesendum þar frá helstu nýjungum sem þá eru að ryðja sér til rúms í skrif- stofutækni. Honum farast svo orð: „Ég get ekki skilið svo við þetta, að ég minnist ekki á þá gleðilegu frétt, að nú er farið að nota „Electronic“ í rafritvélar. Er það IBM sem ríður á vaðið og hefur sjálflesandi auga í sambandi við dálkafærslur. Þetta er að vísu nýlega komið á markaðinn en einmitt „Electronic“ á eftir að minnka vélarnar, gera þær hljóðari, fljótari og öruggari, en það er næsti áfanginn í skrifstofuvélatækninni.“ Óhætt er að segja að Ottó hafi þarna reynst sannspár þótt nokkur ár hafi átt eftir að líða uns tölvur urðu ómissandi í bönkum. Að bisa við bankastörfin Sverrir Thoroddsen, sem lengi starfaði í Útvegsbankanum, orti ljóðabálk um stúlkurnar í bankanum árið 1939 en birti í 25 ára afmælisriti ÚÍ árið 1958. Þar segir í fyrsta erindi: „Í bankanum okkar búa sprund, sem bisa við að reikna út pund; þola hungur, þreyta sund, þenja sig á alla lund: aðrir sofa í morgunmund, matast á við smalahund; og allt er þetta af einni grund: Ekki eru pundin sterling. Þau eru frekar þeirra und. Þið getið spurt hann Erling!“

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==