Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
32 í 80 á r 1935–2015 SÍB hafði vaxið fiskur um hrygg í lok sjötta áratugarins því á aðalfundi fulltrúaráðs í október 1959 var staðfest innganga starfsfólks Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og starfsmannafélaga Verslunarsparisjóðsins, Samvinnusparisjóðsins og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Árið 1966 skipuðu bankarnir fasta samvinnunefnd af sinni hálfu til að sjá um kjarasamninga við sambandsstjórnina. Nokkur ár áttu þó eftir að líða þar til eiginlegir kjarasamningar voru teknir upp á milli aðila. Verkfall í Útvegsbanka Íslands Mánudaginn 2. nóvember 1964 gerðust þau tíðindi að starfsmenn Útvegs- banka Íslands mættu ekki til vinnu í mótmælaskyni við þá ákvörðun bankaráðsins að ráða utanbankamann í stöðu útibússtjóra við bankann á Akureyri. Bankablaðið skýrir svo frá að þessar aðgerðir hafi ekki verið skipulagðar af félagsmálaforystu bankamanna heldur hafi hver og einn starfsmaður tekið þetta upp hjá sjálfum sér. SÍB efndi þegar í stað til aukaþings um málið en þrátt fyrir eindreginn stuðning frá öðru bankastarfsfólki við þessar aðstæður mætti bankastjórn Útvegsbankans aðgerðum starfsmanna sinna af fullri hörku. Var vinnu- stöðvunin kærð og dómur kveðinn upp í sakadómi Reykjavíkur 10. febrúar 1965 þar sem forystumenn starfsmanna voru sýknaðir. Ákæruvaldið áfrýj- Í afgreiðslusal Vestur- bæjarútibús Búnaðar- bankans.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==