Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
34 í 80 á r 1935–2015 aði málinu til Hæstaréttar og þar var dóminum hnekkt og stjórn Starfs- mannafélags Útvegsbanka Íslands sektuð um 200 kr. á grundvelli laga um verkfall opinberra starfsmanna frá 1915. Fimm daga vinnuviku krafist! Bankamenn þurftu, eins og ýmsir aðrir íslenskir launamenn, lengi vel að sætta sig við sex daga vinnuviku. Mörg ár liðu þar til bankamenn náðu fram ákvæðum um fimm daga vinnuviku. Þessu máli er fyrst hreyft í Bankablaðinu árið 1964 af Tryggva Árna- syni er skrifar m.a. á þessa leið: „Eitt mál mætti bera fram til umræðu og umsagnar í blaði okkar og síðan leggja það fullreifað fyrir samstarfsnefndina og það er framkvæmd fimm daga vinnuviku. Nú má búast við að ýmsir brosi góðlátlega og hugsi sem svo, að þetta þýði ekki að ræða. Því er til að svara að það er kominn tími til þess að bankamenn hætti að taka órökstutt nei sem svar.“ Talsverður skriður komst á þetta mál upp úr þessu og að því kom að laugardagsfrí var tekið upp sumarið 1965. Fyrst var um að ræða skipti- vinnu í ýmsum deildum bankanna þannig að fólk fékk frí fjóra laugar- daga á því sumri. Smám saman þróaðist málið og 1. mars 1970 gekk í gildi laugardagslokun í íslenskum bönkum allt árið. Langþráður draumur rætist Húsnæðisekla hafði háð störfum SÍB allt frá upphafi. Fundir voru ýmist haldnir í heimahúsum eða í einhverjum salarkynnum bankanna þegar fjölmenni var. Með vaxandi starfsemi og auknu hlutverki SÍB jókst þörf fyrir eigið húsnæði. Á aðalfundi fulltrúaráðsins í október 1961 var stjórn félagsins falið að útvega nú þegar húsnæði fyrir skrifstofu og blaðstjórn Bankablaðsins. Jafnframt kom fram sá vilji að félagið eignaðist eigið hús- næði og að sambandsfélögin leggðu fram sérstök framlög í húsbyggingar- sjóð. Í apríl 1965 var samið um kaup á efstu hæð hússins að Laugavegi 103, en hún var 200 fermetrar að flatarmáli. Þetta glæsilega húsnæði var svo vígt 3. október 1966 en starfsemi SÍB þar hófst svo 1. nóvember árið eftir og var Sigurður Guttormsson ráðinn starfsmaður í hlutastarfi. Þá leigði Bankamannaskólinn hluta af húsnæði SÍB og fór vel um þessa aðila undir sama þaki.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==