Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

38 í 80 á r 1935–2015 ættaveitingum innan bankakerfisins. Allar götur síðan hefur stjórn SÍB brugðist einarðlega við þegar gengið hefur verið framhjá bankamönnum við ráðningar í stöður bankastjóra eða annarra yfirmanna – en með of litlum árangri að flestra mati. Leiðari 1. tbl. Bankablaðsins árið 1970 er ritaður af Adolf Björnssyni og tilefnið er umdeild ráðning í starf forstjóra Fiskveiðasjóðs. Fordæmir Bankablaðið ráðninguna og bendir á að í hópi umsækjenda um stöðuna hafi verið þrír bankamenn með langa starfsreynslu. Adolf segir í lok leiðarans: „Hlutur bankamanna hefur enn á ný verið borinn fyrir borð, þegar um auglýstar betri stöður í bankanum er að ræða. Mega bankamenn nú huga að betri samstöðu. Samtökin eiga að vera völd okkar stéttar, sverð og skjöldur. – Látum aldrei hjör úr hendi falla“. Samningsréttur í augsýn Með launareglugerðinni árið 1963 tókst bankamönnum í raun að knýja bankana að kjaraborðinu. Ekki var þó mjög sýslað við það borð næstu árin en þó var ný reglugerð samin árið 1966 og nokkrar leiðréttingar gerðar. Jafnframt því að krefjast hækkunnar á launum óx þeirri skoðun fiskur um hrygg að SÍB bæri fullgildur samningsréttur á við önnur launþegasamtök í landinu. Með flóknum samningum um nýja launareglugerð í ársbyrjun 1971 náðu bankamenn fram ýmsum réttindum á við opinbera starfsmenn. Fyrir utan beinar kauphækkanir er umsóknarfrestur um stöður lengdur verulega, laugardagslokun er staðfest og samningurinn skal gilda til ákveðins tíma, en þar var um nýmæli að ræða. Landsbanki Íslands jók við húsakynni aðalbankans á 85 ára afmælinu árið 1971.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==