Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
40 í 80 á r 1935–2015 að bankakonur hafi mun lægri laun en bankakarlar í sambærilegum störfum. Sveinbjörg Guðmundsdóttir skrifar harðorða grein í blaðið 1971 og kemst þar að þeirri niðurstöðu að hjónabandið geri ekkert annað en að halda í staðnaðar hugmyndir og standi í vegi fyrir eðlilegum framförum. Segir Sveinbjörg þessi orð indverska skáldsins Tagore vera táknræn fyrir afstöðu þorra almennings til kvenna: „Það mætti líkja manninum við tré, það þarf að hafa nóg rými, loft, regn og allt mögulegt annað. Séu rætur þess rifnar burt, visnar það. Svo er með manninn. Séu rætur hans rifnar hlýtur það að valda honum þján- ingum. Konan er aftur á móti eins og vafningsviður, sem getur nærst af því einu að hringa sig utan um tréð.“ Gefið í Landhelgissjóð Landhelgi Íslands var færð í 50 mílur árið 1972 og af því tilefni ákvað stjórn SÍB að gefa 50.000 kr. í Landhelgissjóð. Þakkarbréf barst frá for- sætisráðuneytinu um hæl, undirritað af Ólafi Jóhannessyni. Þar segir m.a.: „Jafnframt því að þakka þessa myndarlegu gjöf minnist ráðuneytið þess, að Samband íslenskra bankamanna varð fyrst íslenskra stéttar samtaka til þess að heita fjárframlagi til Landhelgissjóðs og sýndi með því lofsvert fordæmi.“ Bankamenn sýndu hug sinn til landhelgisbarátt- unnar í verki.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==