Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
41 F r æðslumá l í f y r ir rúmi 1965–1975 Ötull og ósérhlífinn ritstjóri Í byrjun árs 1972 var tekin upp sú nýbreytni að fela skrifstofu SÍB umsjón með útgáfu Bankablaðsins og var það í samræmi við ákvörðun samband- þings árið áður. Tók starfsmaður sambandsins, Sigurður Guttormsson við ritstjórn en áður hafði Bjarni G. Magnússon haft það verk með höndum allar götur frá árinu 1944. Mun hann aldrei hafa þegið greiðslur fyrir störf sín í þágu bankamanna en litið á þau sem hugsjónastarf. Bjarni sá ekki aðeins um skrif og efnisútvegun heldur og um auglýsingasöfnun og fjár- reiður allar – allt í sjálfboðavinnu í 28 ár! Reiknistofa með 148 K Reiknistofa bankanna hóf starfsemi haustið 1973 og var Einar Pálsson ráðinn forstjóri. Strax var gerður leigusamningur við IBM um tækja- kaup og var aðaltölva stofnunarinnar með 148 kílóbæta minni. Fimm árum síðar var tölvu- kosturinn kominn upp í 246 kílóbæt en það þætti ekki öflug tölva í dag. Samið fyrir sparisjóðafólk Samband íslenskra sparisjóða var stofnað 27. apríl 1967. Eftir að SÍB hafði öðlast samnings- rétt með lögunum frá árinu 1977 fór þetta sam- band sparisjóðanna með samningsumboð fyrir hönd einstakra sjóða gagnvart starfsfólki þeirra. Eftir að lögum þess var breytt hinn 13. nóvem- ber 1982 hefur það farið með samningsumboð gagnvart öllu starfsfólki sjóðanna og átt aðild að samninganefndum bankanna. Þess má geta að Lánastofnun sparisjóðanna var stofnuð árið 1986 og hóf hún starfsemi í febrúar árið eftir. Henni var ætlað það hlutverk að vera viðskiptabanki sparisjóðanna og bakjarl þeirra hvað varðar lána- fyrirgreiðslu, gjaldeyrismál o.fl . Þessi stofnun breyttist í Sparisjóðabanka Íslands hf. 1. janúar 1994. Þar með varð fjórði viðskiptabankinn í landinu til – en þó án beinna samskipta við viðskiptamennina, sem eins og áður, skipta við sinn sparisjóð í héraði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==