Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

42 í 80 á r 1935–2015 „Vonandi verður ekki hrapað að neinu“ Árið 1974 kom fram frumvarp á Alþingi um sameiningu Búnaðarbanka Íslands og Útvegsbanka Íslands. Bankamenn brugðust ókvæða við og töldu rök sameiningarsinna haldlítil. Er bent á það í Bankablaðinu að eftir áratuga útþenslu íslenska bankakerfisins sé skyndilega lagt til að sveigt skuli af þeirri braut án nokkurs fyrirvara. Í ómerktri grein í 1.-2. tbl. 1974 eru lokaorðin þessi: „Hér er því margs að gæta og vonandi verður ekki hrapað að neinu.“ Má segja að þessi orð hafi reynst spádómsorð því langur tími átti eftir að líða þar til verulegur skriður komst á sameiningarmál bankanna. Forsíða Bankablaðsins, 42. árg. 1. tbl. (1976).

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==