Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

44 í 80 á r 1935–2015 Samnings- og verkfallsréttur 1975–1985 B ankamenn voru mjög í sókn þegar hér er komið sögu. Rauð strik nýgerðra kjarasamninga reyndust haldlítil í óðaverðbólgu og stuðl- uðu frekar að víxlverkun kaupgjalds og verðlags. Kjarasamningar voru gerðir til stutts tíma og ávinningar af kjarabaráttu hurfu jafnharðan. Á þingi SÍB árið 1975 var samþykkt „að við gerð nýrra kjarasamninga yrði það ófrávíkjanleg krafa SÍB og aðildarfélaga þess að samningarnir hljóti ótvíræða viðurkenningu sem tvíhliða kjarasamningar“. Efndi SÍB til allmargra funda um land allt þetta haust til að stappa stáli í liðsmenn sína og undirbúa sókn til betri kjara. Vorið 1976 lagði SÍB fram kröfu um fullan samnings- og verkfallsrétt. Náðu bankamenn þessum aðalkröfum sínum fram og í kjölfarið voru sett lög á Alþingi nr. 34/1977 um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins. Gífurleg fjölgun í stéttinni Á 30. þingi SÍB árið 1977 var staðfest innganga nýs félags í SÍB, Starfs- mannafélags Reiknistofu bankanna. Þegar hér er komið sögu eru félög sambandsins orðin þrettán talsins og skráðir meðlimir 1.811 talsins. Félagsmenn SÍB um þessar mundir skiptust þannig: 749 úr Lands- banka, 289 úr Útvegsbanka, 239 úr Búnaðarbanka, 124 frá Seðlabanka, 108 frá Samvinnubanka, 83 frá Iðnaðarbanka, 76 úr Verslunarbanka, 26 frá Reiknistofu bankanna, 25 úr Alþýðubanka, 25 úr Sparisjóði Hafnar- fjarðar, 19 úr Sparisjóðnum í Keflavík, 13 úr Sparisjóði Kópavogs og 12 úr Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. Stakir meðlimir voru 23 talsins. Verkfallshótun dugði til Samningum, er höfðu verið gerðir til tveggja ára sumarið 1976, var sagt upp 31. mars 1977 og tók uppsögnin gildi 1. júlí. Þrátt fyrir bætta stöðu SÍB með formlegum samningsrétti gekk hvorki né rak til að fá fulltrúa bankanna að samningaborðinu. Að því kom á fundi stjórnar SÍB og for- manna starfsmannafélaganna hinn 3. október þetta sama ár, að samþykkt var að boða til verkfalls frá og með 26. október.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==