Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

45 Samn i ngs - og v er k fa l lsr ét t ur 1975–1985 Í leiðara 2. tbl. Bankablaðsins 1977 segir Sólon R. Sigurðsson, for- maður SÍB á þessa leið: „Það virðist sem viðsemjendur okkar hafi enn ekki áttað sig á þeim breyttu aðstæðum, sem fullur lögverndaður samningsréttur bankamanna hefur í för með sér. Því miður virðst það ennþá vera stefna bankanna að bankamenn eigi að bíða eftir því að samningar takist í öllum öðrum vinnudeilum í landinu og síðan verði okkur boðið það sama. Ef til vill átta þeir sig ekki fyrr en verkfall skellur á.“ Það virðist ljóst að verkfallshótunin hafði sitt að segja því hún dugði til að knýja fram samningaviðræður er leiddu til nýs samnings er undir- ritaður var 1. nóvember. Hinu nýja vopni hafði ekki verð beitt – en dugði þó. Réttarstaða trúnaðarmanna Hinn 8. september 1977 var undirritaður sérstakur samningur um trún­ aðarmenn SÍB og aðildarfélaga þess milli samninganefndar bankanna og sambandsins. Þar var hnykkt á almennum ákvæðum um réttarstöðu trún- aðarmanna og hlutverk þeirra í bönkunum skilgreint. Jafnframt þessu jók skrifstofa SÍB mjög allt upplýsingastreymi og þjónustu við trúnaðarmenn, efndi til námskeiða fyrir þá og gaf út ýmis konar fræðsluefni um réttindi og skyldur starfsmanna. Segja má að uppbygging trúnaðarmannakerfis SÍB hafi verið veigamikill þáttur í hinu breytta eðli sambandsins sem stéttarfélags í kjölfar samningsréttarins. Á aukaþingi SÍB 19. apríl 1978 var breytingin loks innsigluð með sam- þykkt nýrra laga fyrir sambandið þar sem öll tvímæli eru tekin af um það að SÍB var orðið stéttarfélag bankamanna. Þáttaskil í skólagöngu Árið 1977 markar þáttaskil í sögu menntunar bankamanna en þá var gerður nýr samningur um starf og skipulag Bankamannaskólans er þá hafði starfað í tæpa tvo áratugi. Fyrstu árin var starfsemi skólans einkum fólgin í byrjendanámskeiðum ásamt endurþjálfun og vísi að framhaldsnámskeiði í formi námskeiðahalds. Gunnar H. Blöndal var í upphafi ráðinn skólastjóri og starfaði hann að upp- byggingu skólans í hlutastarfi allt fram til ársins 1978. Starfsemin gekk mjög vel, sérstaklega eftir að skólinn fékk inni í húsnæði SÍB árið 1966. Með samningunum 1977 var skólinn verulega efldur með fjölgun kennslustunda og kennsla fór fram í vinnutíma í stað kvöldkennslu eftir vinnu. Þá fjölgaði mjög kennslugreinum og framhaldsnám var tekið upp. Skólastjóri var ráðinn Þorsteinn Magnússon, viðskiptafræðingur. Sólon R. Sigurðsson, formaður SÍB, 1975–1979.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==