Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

46 í 80 á r 1935–2015 NBU þing á Íslandi Norræna bankamannasambandið, NBU hélt þing sitt í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 1978. Þingfulltrúar voru ríflega sjötíu frá öllum Norður- löndunum en félagsmenn í öllum samböndum voru þá 116.338 talsins. Aftur var NBU þing haldið í Reykjavík 9.-11. september 1992 og sóttu það tæplega 90 erlendir þingfulltrúar auk hinna íslensku. Áður hafði verið haldin fræðsluráðstefna á vegumNBU í Reykjavík dagana 24.-26. ágúst 1988 undir einkunnarorðunum „Góð starfsmenntun – besta atvinnuöryggið.“ Tímans tækniundur Á ráðstefnu SÍB um tækniþróun í desember 1978 var m.a. rakin þróun í Landsbankanum frá tímum pennastanga og bleks í upphafi og kom fram að bankinn hefði tekið ritvélar í notkun 1905, NCR bókhaldsvélar árið 1934 og margföldunarvélar árið eftir. NCR gjaldkeravélar komu í Landsbank- ann árið 1958, veðdeildin tók skýrslugerðarvélar af IBM gerð í notkun 1961 og Kinzle bókhaldsvélar með vaxtaútreikningi komu í bankann árið 1962. Rafreiknideild Landsbankans tók til starfa árið 1966 og ári síðar fær bankinn IBM tölvu af gerðinni 360/20. Fleiri kostagripir áttu eftir að halda innreið sína í íslenska banka og í Reiknistofu bankanna eftir að hún var sett á laggirnar árið 1972 – allt tímans tækniundur. Samstaða og baráttuandi Fyrsta allsherjarverkfall bankamanna skall á 8. desember 1980 og stóð til 12. desember. Reyndu átökin mjög á samstöðu bankamanna og skipulag samtakanna. Aðdragandi verkfallsins var sá að kjarasamningur, er var undirritaður 3. október þá um haustið, var felldur í almennri atkvæðagreiðslu með 60% greiddra atkvæða. Á fundi stjórnar SÍB, samninganefndar og for- manna starfsmannafélaganna, 17. nóvember, var ákveðið að boða til verkfalls 3. desember en ríkissáttasemjari lagði fram sáttatillögu á fundi samningsaðila og frestaði verkfallinu til 8. desember. Sáttatillagan var felld í atkvæðagreiðslu og verkfall skall á. Að loknum miklum fundahöldum hjá ríkissáttasemjara tókust loks samningar og bankamenn komu til vinnu 12. desember, reynslunni ríkari. Árangurinn var m.a. umtalsverð kjarabót í krónum og aurum auk ýmissa félagslegra réttinda. Ávinningurinn var þó mest fólginn í lærdómi samstöðu og baráttu- anda, sem einkenndi þetta fyrsta verkfall SÍB. Samband Íslenskra Bankamanna

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==