Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
48 í 80 á r 1935–2015 Þrjátíu og einn lá fyrir Kortsnoj! Vorið 1981 kom stórmeistarinn heimskunni, Viktor Kortsnoj og tefldi fjöltefli við bankastarfsmenn í samkomusal Búnaðarbankans við Austur- stræti. Alls tefldi Kortsnoj við þrjátíu og fimm bankamenn og fóru leikar svo að hann sigraði þrjátíu og einn en gerði fjögur jafntefli. Þeir sem þeim árangri náðu voru Björgvin Á. Ólafsson, Útvegsbanka, Hilmar S. Karls- son, Búnaðarbanka og Landsbankamennirnir Vilhjálmur Þór Pálsson og Jóhann Örn Sigurjónsson. Í fæðingarstað forsetans Vorið 1982 flutti SÍB skrifstofur sínar frá Laugavegi 103 að Tjarnargötu 14, en þar hafði sambandið keypt húsnæði af Félagi íslenskra stórkaup- manna. Flutningnum fylgdi bylting í félagsstarfi og skapaðist gott rými til hvers kyns fundahalda. Húsnæðið var á tveim hæðum, ris og kjallari, um 95 fermetrar að grunnfleti. Húsið var nýuppgert þegar SÍB festi á því kaup. Í boði, sem forseti Íslands gekkst fyrir að Bessastöðum í tilefni af stjórnarfundi NBU hér á landi, kom frú Vigdís Finnbogadóttir við- stöddum á óvart með því að tilkynna að hún hefði fæðst og búið um skeið í Tjarnargötu 14, húsinu þar sem SÍB hafði nýlega flutt starfsemi sína. Bankamenn hvöttu samn- ingamenn sína til dáða í verkfallinu í desember árið 1980. Hér kemur Björgvin Vilmundarson, formaður samninganefndar bank- anna, af samningafundi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==