Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
50 í 80 á r 1935–2015 Færði hún sambandinu nokkur póstkort og bréf er hún hafði fengið send er hún dvaldi þar í foreldrahúsum. Hefur þeim gögnum verið komið fyrir á viðeigandi hátt á skrifstofu SÍB. SÍB í hálfa öld Þegar Samband íslenskra bankamanna hélt upp á hálfrar aldar afmæli sitt í ársbyrjun 1985 voru félagsmenn orðnir 3.200 talsins og aðildarfélögin 17. Sveinn Sveinsson, þáverandi formaður SÍB, segir í leiðara Bankablaðsins skömmu fyrir afmælið á þessa leið: „Síðustu 15 árin í starfsemi SÍB hafa mjög einkennst af baráttu fyrir bættum kjörum til handa bankamönnum. Langþráður áfangi náðist með tilkomu samnings- og verkfallsréttarins árið 1977, sem mikla vinnu var búið að leggja í til að ná fram. Við það lagðist niður einhliða réttur bankaráðanna til að ákvarða kaup og kjör bankastarfsmanna. Á móti hefur vinna við kjarasamningsgerð margfaldast, sérstaklega á tímum þegar stutt er á milli samninga.“ Tjarnargata 14. Bankablaðið, 48. árg. 1. tbl. (1982).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==