Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
52 í 80 á r 1935–2015 Bylting í bankakerfinu 1985–1995 Þ egar leið að lokum kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna í árslok 1985 fannst ýmsum að hlutur kvenna í íslenska bankakerfinu hefði ekki breyst mjög til batnaðar þrátt fyrir ötult starf á vegum SÍB í þeim efnum. Árið 1977 hófst kerfisbundin söfnun upplýsinga á vegum SÍB um röðun fólks í launaflokka eftir kynjum. Þá voru konur 64% af starfsmönnum bankanna en voru orðnar 70% í árslok 1985. Og því miður kom á daginn að þá reyndust meðallaun kvenna vera 21.4% lægri en karlanna. Þótt flestum þætti hægt ganga til jafnstöðu karla og kvenna innan bankakerfisins fór konum smám saman að fjölga í stöðum yfirmanna, m.a. útibússtjórastöðum. Kristín Steinsen í Útvegsbankanum varð fyrsta konan til að setjast í stöðu aðstoðarbankastjóra árið 1988. Beinlínan veldur byltingu Í september 1985 voru fyrstu beinlínutækin tengd í stóru ríkisbönkunum en áður hafði svipuð tækni verið tekin upp í Iðnaðarbanka 1979 og Versl- unarbanka skömmu síðar. Þar með leysti rafeindatæknin endanlega af hólmi tól og tæki eins og gjaldkeravélar, innfærsluvélar og gagnaskrán- ingsvélar, svo dæmi séu nefnd. Þar með sköpuðust möguleikar á bættri þjónustu við viðskiptamenn bankanna. Beinlínan hafði allveruleg áhrif á störf bankamanna, einkum gjaldker- anna og í kjölfarið fluttust margir þeirra á milli starfa. Bankamannaskólinn efndi til fjölmargra námskeiða um hina nýju tækni. Óværa á þjóðinni Talsverð umræða hafði átt sér stað allan átt- unda áratuginn um útþenslu bankakerfisins og nauðsyn þess að koma þar á meiri hagræð- ingu. Ekkert varð úr áformum um sameiningu Útvegsbanka og Búnaðarbanka árið 1974. Hins Kristín Steinsen, fyrsti aðstoðarbankastjórinn. Bankablaðið, 54. árg. 1. tbl. (1988).
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==