Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
54 í 80 á r 1935–2015 „Við eigum samleið“ Um mitt ár 1989 var kunngert að Iðnaðarbanki Íslands hf., Alþýðubank- inn hf. og Verslunarbanki Íslands hf. hefðu keypt hlut ríkisins í Útvegs- banka Íslands hf. og að á grunni þessara fjögurra banka yrði stofnað til Íslandsbanka hf. frá og með áramótum 1990. Jafnframt varð að ráði að Landsbanki Íslands hf. keypti hlut Sambands íslenskra samvinnufélaga í Samvinnubankanum hf.“ Á skömmum tíma hafði það gerst er mönnum hafði orðið títtrætt um í allmörg ár: Íslenska bankakerfið var stokkað upp og markmið sett um enn frekari einföldun þess. Starfsmenn voru að vonum uggandi um störf sín en SÍB lagði mikla áherslu á að haft yrði fullt samráð um allar skipulags- breytingar er varðaði starfsmenn. Og þrátt fyrir þá staðreynd að fækkun banka úr sjö í þrjá hlaut að hafa í för með sér verulega fækkun starfa í greininni, tóku starfsmenn bankanna fjögurra þátt í hófi undir heitinu „Við eigum samleið.“ Frá 35. þingi SÍB árið 1987. Anna G. Ívarsdóttir, for- maður SÍB, 1991–1995.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==