Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

56 í 80 á r 1935–2015 Fjöldauppsögnummótmælt Þótt ekki hafi verið gripið til beinna uppsagna við samruna bankanna fjögurra árið 1990 þrengdi sú ráðstöfun mjög að bankafólki með óbeinum hætti. Smám saman jukust kröfur um sparnað í ríkisbönkunum. Starfsöryggi bankastarfsmanna hefur farið minnkandi og nokkrir bankar hafa sagt upp starfsmönnum. Mestu fjöldauppsagnir urðu hjá Lands- banka Íslands hf. vorið 1993. SÍB mótmælti uppsögnum í Landsbankanum sem ólögmætum og siðlausum og aflaði sér jafnframt verkfallsheimildar. Þá var boðað til úti- fundar á Lækjartorgi 27. maí og komu þangað um tvö þúsund banka- menn og sýndu samstöðu í þrengingum. 38. þing SÍB var haldið á Selfossi þetta heita vor og var atvinnuleysið helsta umfjöllunarefni þingsins. Þar var m.a. sýnt fram á að útlánatöp síðustu ára væru meginástæður fyrir rekstrarvanda bankanna fremur en launakostnaður. Frá því uppstokkunin í bankakerfinu hófst í lok níunda áratugarins hefur bankamönnum fækkað um fimmtung. Aðild að Atvinnuleysistryggingasjóði Bankarnir höfðu sjálfir greitt bankamönnum bætur í atvinnuleysinu þar sem þeir áttu ekki aðild að Atvinnuleysistryggingasjóði. Á því varð breyt- Frá útifundi bankamanna á Lækjartorgi 26. maí 1993.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==