Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

58 í 80 á r 1935–2015 SÍB 60 ára – sterkari samtök Þessar stiklur úr fyrstu 60 árum úr sögu Sambands íslenskra bankamanna sýna, svo ekki verður um villst að sambandið þróaðist smám saman úr laustengdu bandalagi starfsmannafélaga tveggja ríkisbanka yfir í öflug stéttarsamtök allra íslenskra starfsmanna fjármálafyrirtækja. Aðildarfélög SÍB voru 19 talsins á afmælisárinu 1995. Félag starfsmanna Landsbanka Íslands og starfsmannafélög Búnaðarbanka Íslands, Byggðar- stofnunar, Eyrarsparisjóðs, Iðnlánasjóðs, Lánasýslu ríkisins, Íslandsbanka, Reiknistofu bankanna, Seðlabankans, VISA-Ísland og Þjóðhagsstofnunar auk starfsmannafélaga sparisjóða Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mýrarsýslu, Svarfdæla, Vestmannaeyja og Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis og Sparisjóðs vélstjóra. Anna Ívarsdóttir, formaður SÍB, undirritar kjarasamn- inga fyrir hönd SÍB í júní 1992. Kjarasamningar kynntir félagsmönnum SÍB árið 1992.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==