Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

60 í 80 á r 1935–2015 Einkavæðing bankanna 1995–2005 Hlutafélagavæðing ríkisbankanna S trax um haustið árið 1997 byrjaði hlutafélagavæðing ríkisbankanna, Landsbanka og Búnaðarbanka, þegar framkvæmdanefnd um einka- væðingu var kosin á Alþingi. Stjórn SÍB sendi nefndinni og viðskiptaráð- herra strax ósk um að vera þátttakandi í öllu undirbúningsferlinu þar sem slík breyting á rekstri bankanna hefði veruleg áhrif á réttindi og stöðu starfsmanna. Höfuðáhersla var lögð á að tryggja öll réttindi sem þá þegar voru áunnin innan ríkisbankakerfisins, eins og lífeyrisréttindi, veik- indarétt, orlof, tryggingar, vinnutíma og margt fleira. Með mikilli baráttu og vinnu með nefnd Alþingis tókst að tryggja þessa stöðu allra félags- manna og átti formaður nefndar Alþingis, Geir Haarde, stóran þátt í að það tókst, þrátt fyrir tals- verða andstöðu. Friðbert nýr formaður Á þingi samtakanna árið 1995 tók Friðbert Traustason við sem formaður SÍB af Önnu G. Ívarsdóttur sem gegnt hafði embættinu frá því árið 1991. Friðbert hafði þá gegnt embætti 1. varaformanns frá árinu 1989. Átök um lífeyrisréttindi og bakábyrgð Á sama tíma og unnið var að frumvarpi um hf. væðinguna á Alþingi var sett í gang nefnd innan Landsbankans sem hafði það hlutverk að breyta lífeyrisréttindum starfsmanna og afnema bakábyrgð bankans í gamla hlutfallsdeildarkerfi Eftirlaunasjóðs starfsmanna Landsbankans og Seðla- bankans. Stjórn SÍB heyrði fyrst af þessum áformum í byrjun árs 1997. Stéttarfélagið var þá eins og nú ekki beinn aðili að stjórn lífeyrissjóðsins, heldur eru það sjóðfélagar sjálfir sem kjósa fulltrúa sína í stjórn sjóðsins beinni kosningu á ársfundi. Þetta ár voru mikil átök um þessar breytingar

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==