Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

62 í 80 á r 1935–2015 Styrktarsjóði SÍB komið á Í kjarasamningum SÍB árið 1997 var mikilvægu baráttumáli komið í höfn, Styrktarsjóður SÍB (sjúkrasjóður) var stofnaður og samþykkt að fjármála- fyrirtækin greiddu inn 0,3% af föstum mánaðarlaunum inn í sjóðinn. Það hafði hamlað nokkuð starfi SÍB að eiga ekki slíkan styrktarsjóð, sem gæti aðstoðað félagsmenn vegna langvarandi veikinda og stuðlað að heilsuefl- ingu og forvörnum ýmsum eins og rannsóknum og sálfræðiaðstoð. Síðar hækkaði framlag fyrirtækja í sjóðinn í 0,5%. Menntunarsjóður SÍB Í kjarasamningum árið 1999 náði SÍB fram því markmiði að koma á fót Menntunarsjóði. Sjóðurinn hóf að greiða námsstyrki til félagsmanna árið 2001. Bankamannaskólinn var þá hættur rekstri og var Menntunarsjóður- inn ætlaður til að taka við hlutverki hans sem og því að mæta breyttu landslagi í fræðslumálum félagsmanna. SÍB flytur í Nethyl Þegar Bankamannaskólinn var lagður niður árið 2000 ákvað stjórn SÍB að nota fjármagnið sem fékkst fyrir húsnæði sambandsins að Tjarnargötu til að kaupa nýtt húsnæði að Nethyl 2 í Ártúnsholtinu. Það húsnæði rúmar vel skrifstofur og nauðsynlega sali fyrir fræðslu, fundi og fleira. Sameining Landsbankans og Búnaðarbankans stöðvuð Árið 2000 einkenndist af miklum látum í bankaheiminum. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ákvað að sameina ríkisbankana tvo, Undirritun kjarasamninga í desember árið 2004. Helga Jónsdóttir, Friðbert Traustason, Ásmundur Stefánsson, Sigurjón Árna- son, Ari Edwald og Ingvar A. Sigfússon.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==