Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

63 Ei n k avæði ng ba n k a n na 1995–2005 Landsbankann og Búnaðarbankann. Ríkisstjórnin taldi að með því að sameina bankana yrði til mun söluvænlegri eining. Samkeppnisráðið stöðvaði á endanum sameininguna á þeim forsendum að slík samþjöppun væri allt of mikil og hlutdeild sameinaðs banka langt umfram það sem samkeppnislög leyfa. Samkeppnisráð mat það svo að sameinaður banki yrði með 55-60% hlutdeild á öllum mörkuðum fjármála bæði í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Á þessum tíma voru einnig starfandi Íslands- banki og 24 sparisjóðir um allt land. Sala Landsbankans og Búnaðarbankans Á árunum 2000–2002 var nokkur samdráttur í fjármálakerfinu vegna þess að tæknibólan (.com) sprakk, hlutabréf lækkuðu mikið í verði og bakslag varð á flestum sviðum fjármála. Markaðurinn tók fljótt við sér og Ríkis- stjórnin byrjaði að leita eftir hugsanlegum kaupendum að kjölfestuhlut þess í Landsbanka og Búnaðarbanka. Um áramótin 2003/2004 voru bank- arnir að fullu einkavæddir og síðar keypti Kaupþing og aðilar því tengdir Búnaðarbankann. Barist fyrir tilvist SÍB Eftir einkavæðingu bankanna hófst mikil barátta fyrir tilvist SÍB. Kjara- samningar SÍB byggðu á lögum um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins , sem einkabankar, sparisjóðir og aðrir aðilar kjarasamn- inga SÍB höfðu gerst aðilar að með sérstöku samkomulagi. Stjórnendur nýju einkabankanna vildu losna undan þessum lögum og margir þeirra Frá afmælisfundi trúnaðarmanna árið 2005.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==