Ágrip úr sögu SSF 1935-2015
66 í 80 á r 1935–2015 Óvissuskeið og fjármálakreppa 2005–2015 SÍB verður SSF N afnabreytingin úr Sambandi íslenskra bankamanna (SÍB) yfir í Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) átti sér stað form- lega á þingi SÍB árið 2007 eftir að félagsmönnum í fjármálageiranum, utan bankanna, hafði fjölgað mjög og þótti nýtt nafn gefa betri mynd af eðli og hlutverki stéttarfélagsins. Fall bankanna Strax árið 2007 voru blikur á lofti varðandi rekstur og framtíð bankanna, þó engan hafi órað fyrir þeirri atburðarás sem hófst svo haustið 2008. Um haustið árið 2007 voru forsvarsmenn SSF boðaðir til fundar í Íslands- banka og tjáð að bankinn hefði áhuga á að aðlaga betur starfsmanna- fjölda að rekstri, en að það yrði gert að mestu án uppsagna. Vorið 2008 var engu að síður ljóst að bankinn ætlaði að segja upp um 100 starfsmönnum á öllum sviðum bankans. Sömu skilaboð komu frá öðrum bönkum og sparisjóðum, nauðsynlegt væri að draga saman starfsemi og fækka starfs- mönnum. Að þessu var unnið um sumarið og fram eftir hausti 2008. Í lok september árið 2008 lá fyrir yfirtaka ríkisins á Íslandsbanka og í byrjun október féllu einnig Landsbanki og Kaupþing. Uppsagnir Við yfirtökuna á nýju bönkunum þremur í október 2008 var það krafa að fækka starfsmönnum um 30-40%, eða um 1500 störf. Þetta átti að gerast þegar í stað. Í upphafi snérist öll vinna stjórnar SSF og stjórna starfs- mannafélaga bankanna að því að tryggja sem flestum áframhaldandi starf og að fækka uppsögnum eins og unnt væri. Kjörnir fulltrúar aðildar- félaga SSF, ásamt forsvarsmönnum SSF, lögfræðingum á vegum FME ásamt stjórnendum fyrirtækjanna sátu á löngum og ströngum fundum þar sem reynt var að draga úr uppsögnum. Með mikilli baráttu tókst að koma fyrirhuguðum uppsögnum úr 40% niður í rúm 20% þetta fyrsta ár, en síðar átti eftir að bætast við fjöldi uppsagna. Samhliða þessari
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==