Ágrip úr sögu SSF 1935-2015

69 Óv issusk ei ð og f já rmá l a k r eppa 2005–2015 og átti eftir að vara í nokkur ár. Næstu árin runnu í eitt skeið þar sem afleiðingar fjármálakrepp- unnar komu fram. SSF gerði allt sem hægt var að gera við þessar aðstæður; útvegaði lögmenn þar sem ágreiningur var, greiddi fyrir sálfræðiaðstoð og aðstoð ráðn- ingastofa (Capacent og Hagvang) vegna undirbúnings fyrir launa- viðtöl og gerð ferilskráa og ótal margt fleira. Hundruðir félags- manna fóru á námskeið, m.a. hjá „Nýttu kraftinn“ til að undirbúa sig fyrir atvinnu hjá nýjum vinnuveitanda og á tímabili var starfandi nokk- urs konar neyðarmóttaka hjá Rauða krossinum á vegum SSF en margir félagsmenn urðu fyrir verulegu áfalli á þessum tíma. Fækkun útibúa og sparisjóða Á árunum eftir fjármálakreppu tók útibúum banka að fækka og eftir þær lokanir sem áttu sér stað árið 2015 voru 74 útibú eftir en voru um 170 þegar mest var upp úr aldamótunum 2000. Sparisjóðirnir áttu mjög undir högg að sækja og var mikið um yfirtökur á starfsemi þeirra á þessum árum. Árið 2015 tók Landsbankinn Sparisjóð Vestmannaeyja yfir sem og Spari- sjóð Norðurlands á meðan Arion banki yfirtók starfsemi Afls Sparisjóðs. Á örfáum árum hafði sparisjóðakerfið dregist gríðarlega mikið saman. Flestir voru sparisjóðirnir 26 talsins, lengi 24. Innan sparisjóðanna unnu þegar flest var um 800 starfsmenn, þar af 250 hjá Teris og Sparisjóðabank- anum. Nú eru sparisjóðirnir fjórir með 30-40 starfsmenn. Baráttunni er ekki lokið Árið 2015 voru félagsmenn SSF um 4.000 talsins en voru árið 2006 um 6.000. Þrátt fyrir þessa miklu fækkun félagsmanna og starfsmanna í fjár- málageiranum er enn skýr krafa yfirvalda og ýmissa álitsgjafa í þjóðfélag- inu um að enn þurfi að „hagræða“ og fækka starfsmönnum íslenskra fjármálafyrirtækja. Undir þessa kröfu um hagræðingu taka stjórnendur banka og sparisjóða einnig í öllum viðtölum. Frá þingi SSF árið 2013.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==