Tímarit SSF 2. tbl. 2018
12 N ýttu kraftinn er aðferðafræði sem snýst um hvatningu og stuðn - ing við einstaklinga í leit að nýjum tækifærum hvort sem er fyrir þá sem vilja skipta um starfsvettvang eða fyrir atvinnuleitendur sem eru tímabundið utan vinnumarkaðar af ýmsum ástæðum s . s vegna atvinnumissis , veikinda , náms eða fæðingarorlofs . Nýttu kraftinn snýst í dag um einstaklingsmiðaða ráðgjöf sem veitir fólki aðstoð við að efla sig sem einstaklinga, finna sinn farveg og koma sér á framfæri á vinnumarkaðnum. Tilgangur og boðskapur stofnenda gagnast einnig þeim sem nálgast starfslok á vinnumarkaði. Nýttu kraftinn fyrirtækið var stofnað af þeimMaríu Björk Óskars- dóttur viðskiptafræðingi og Sigríði Snævarr sendiherra. Við settumst niður með Maríu Björk og ræddum við hana um verkefnið, upphafið, framvinduna, framtíðina og verkefnin. T ilurðin Upphaf fyrirtækisins á rætur sínar að rekja til þess atvinnuleysis sem myndaðist við fjármálahrunið haustið 2008. „Ég var ein af þeim fjölmörgu sem þá missti vinnuna í Landsbankanum og Sig- ríður Snævarr endurupplifði fjármálakreppuna miklu í Svíþjóð og Finnlandi árið 1992 þegar hún var sendiherra þar. Hún vissi hvað langtímaatvinnuleysi gat haft slæm áhrif á fólk og hversu miklu máli það skipti að styrkja fólk í atvinnuleitinni. Við Sigríður þekktumst nær ekkert á þessum tíma en henni var bent á mig. Hún hafði sam- band með þá hugmynd að miðla af reynslu sinni og finna leiðir til að hjálpa atvinnuleitendum. Við tókum höndum saman, þróuðum aðferðafræði og héldum tilraunanámskeið. Í framhaldinu kynntum við okkur og fyrirætlanir okkar fyrir stéttarfélögum, VMST og fleiri hagsmunaaðilum og stofnuðum svo Nýttu kraftinn í byrjun árs 2009. Við fórum af stað með Nýttu kraftinn námskeið fyrir hópa þar semmarkmiðið var að hjálpa einstaklingum sem til okkar komu að ná vopnum sínum og sjálfstrausti, hvetja það og styðja í leit að nýjum tækifærummeð ýmsum leiðum út frá aðferðafræðinni okkar. Árangurinn var ótrúlega góður því flestum sem til okkar leituðu gekk mjög vel að takast á við erfiðar aðstæður, ná áttum og finna sér nýtt starf eða tækifæri þó auðvitað gæti það tekið mislangan tíma eftir aðstæðum hvers og eins. Við sáum fyrir okkur að bjóða upp á hópnámskeiðin í örfáa mánuði, héldum eins og aðrir að þá yrði nú allt komið í lag og engin þörf fyrir okkur lengur en svo var nú aldeilis ekki. Mál þróuðust þannig að vel á annað þúsund manns komu á hópnámskeið til okkar fram til ársins 2014 og við skrifuðum samnefnda bók, Nýttu kraftinn sem kom út árið 2013 til að miðla enn frekar af reynslu okkar og hvatningu enda vorum við stöðugt að þróa okkur og bæta við,“ segir María. Í hverju er þjónustan fólgin í dag ? Árið 2014 breyttum við um takt en á þeim tíma hafði atvinnuleysi sem betur fer minnkað mikið og þörfin orðin önnur. Það var ekki sama þörf fyrir hóphvatninguna og stuðninginn sem atvinnuleitendur fengu hver frá öðrum á námskeiðunum. Það var kominn tími á Sigríði að fara aftur til starfa í utanríkisráðuneytinu en ég útfærði Nýttu kraftinn sem einstaklingsmiðaða ráðgjöf byggða á aðferðafræðinni okkar. Á þann hátt hef ég getað kafað dýpra með hverjum og einum, veitt persónulegri ráðgjöf og leiðbeiningar. Eitthvað sem ekki var hægt að gera í stórum hópi.“ Ráðgjöfin er núorðið að mestu byggð á fjarþjálfun sem felst í ráðgjöf, samskiptum, stuðningi, verk- efnavinnu og leiðbeiningum við skjólstæðinginn. Markmiðið er að viðkomandi fái yfirsýn, finni styrkleika sína, ástríðu, áhuga og opni á hugmyndir sem hjálpar til við þá vinnu sem er framundan. Grunnurinn er svo að vinna sterka ferilskrá og sérsniðin kynningarbréf og undirbúa viðkomandi fyrir atvinnuviðtöl. V irkni og frumkvæði er lykilatriði Það eru svo ótal margir þættir sem geta haft áhrif á það hvernig gengur í atvinnuleit eftir atvinnumissi. „Lykilatriði er virkni og frumkvæði í að koma sér á framfæri, sækja um störf og styrkja sig bæði andlega og faglega á atvinnuleitartímanum. En það er ekki nóg að vera á fullu og sækja um ef maður er ekki búinn að vinna heimavinnuna sína,“ segir María. Hún segir að það skipti miklu máli að vita fyrir hvað maður stendur, þekkja styrkleikana og hvað maður raunverulega vill. Ytri þættir hafa einnig áhrif t.d. hver staðan er í þeim atvinnugeira sem viðkomandi sækir inn á, hvernig samkeppnin er um störf þar, o.s.frv. „Ég myndi þó segja að nær allir sem eru í virkri atvinnuleit fái starf, þó svo að það geti tekið tíma. Aðalmálið er að gefast ekki upp og halda jákvæðninni því útgeislun og atgervi hafa líka áhrif.“ A ð vera virkur eftir starfslok „Við Sigríður sáum margt sammerkt með þeim einstaklingum sem stóðu tímabundið utan atvinnumarkaðar og þeim sem voru við starfs- lok vegna aldurs. Að detta skyndilega út úr sinni hefðbundnu rútínu og félagslífi er tengist flestum vinnustöðum hefur mikil áhrif. Sá sem er í þeim sporum þarf að skipuleggja tímann sinn upp á nýtt, búa til nýja „stundaskrá“ sem ýtir m.a. undir frumkvæði, fjölbreytni, virkni og félagsskap. Einstaklingar sem standa á tímamótum starfsloka eru auðvitað mjög misjafnir, sumir geta ekki beðið eftir því að hætta til að fara að sinna öðrum hugðarefnum á meðan aðrir eru alls ekki tilbúnir að hverfa af vinnumarkaði og hafa ekkert undirbúið,“ segir María. Hún leggur áherslu á að þeir sem eru að nálgast starfslok skipuleggi sig, hugi að virkninni, kortleggi sig, félagsskapinn, áhugamálin og það sem lífið hefur upp á að bjóða. Lífið eftir starfslok hefur upp á ótal margt að bjóða fyrir alla og það er einfalt að fá aðstoð sé þess þörf. Lykillinn er að finna virknina, skipuleggja sig og rækta áhugamálin, fjölskyldu og vinasambönd en helst af öllu að blómstra og njóta! NÝTTU KRAFTINN Á næstum dögum verður birt lengri útgáfa af viðtalinu við Maríu Björk á heimasíðu SSF, www.ssf.is. Einnig er hægt að kynna sér starfsemi Nýttu kraft- inn ehf. á heimasíðu þess www.nyttukraftinn.is . María Björk Óskarsdóttir og Sigríður Snævarr stofnendur Nýttu kraftinn ehf. og rithöfundar bókarinnar Nýttu kraftinn.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==