Tímarit SSF 2. tbl. 2018
14 S tarfsmenn í fjármálageiranum vilja öðlast meiri stafræna hæfni . Það voru niðurstöður könnunar meðal 1.632 umsækjenda um vottun í fjármálaþjónustu. Nýlega send FinAut frá sér ný rammaskipulag með tillögum að kröfum um stafræna hæfni. Hverjar eru kröfurnar um stafræna hæfni í fjármálageiranum? Nú eru Vottunarsamtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (FinAut) að leita svara við þeirri spurningu. Eins og stendur ríkir mikil óvissa um hvaða kröfur eru raunverulega gerðar. Eftir að hafa kannað stöðuna hjá umsækjendum um vottun, fyrirtækjum í fjármálaþjónustu og sérfræðingum hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í stafrænni hæfni, hefur þverfaglega ráðið hjá FinAut gert rammaskipulag fyrir hæfn- iskröfur í fjármálageiranum. Tilgangur rammaskipulagsins er að gera þeim 13.000 einstak- lingum sem eru með vottun í kerfinu hjá okkur auðveldara að skilja stafræna ferla og hvernig flutningur gagna á stafrænt form hefur áhrif á og breytir bæði fjármálageiranum og almennum vinnudegi einstaklinga. Það er líka mikilvægt að allir starfsmenn kunni að vinna með rafræn gögn, eiga rafræn samskipti og að vinna fagmannlega með stafræna ferla. Við vonum að rammaskipulagið nýtist vel til þess að þróa námsskrá og kennsluefni hjá fyrirtækjunum, segja þau Siv Seglem, framkvæmdastjóri og Klaus Høidal, fjármálastjóri hjá FinAut. F imm grunnhæfniþættir Nýja rammaskipulagið tiltekur fimm grunnhæfniþætti fyrir starfs- menn í fjármálageiranum. Starfsmenn þurfa að geta notað ýmis stafræn tæki, hafa grunnþekkingu á FinTech, geta notað rafræn samskipti til að þjóna viðskiptavinum, vera með stafræna dómgreind og skilning á rafrænum viðskiptum (sjá töflu). Hver grunnhæfni- þáttur felur í sér námsmarkmið á mismunandi stigum. Við viljum að nýja rammaskipulagið geri bæði starfsmönnum og vinnuveitendum auðveldara að skilgreina við hvað sé eiginlega átt með stafrænni grunnþekkingu. Eins og stendur eru ekki nein góð námskeið varðandi stafræna grunnþekkingu í boði utan fyrirtækjanna. Þröskuldurinn fyrir grunnþekkingu er stöðugt á iði svo það er erfitt að vita hvaða hæfni gildir eftir eitt ár héðan í frá. Þróun í stafrænni tækni tekur stöð- ugum framförum og þess vegna er erfitt að skilgreina hvaða hæfni starfsmenn þurfa á að halda. Það verður til dæmis breyting á hæfni innan geirans þegar fleiri sérfræðingar eru ráðnir. M isjöfn ábyrgð Fyrirtækin ákveða sjálf hvað telst grunnþekking í stafrænni tækni hjá þeim en hver einstakur starfsmaður ber ábyrgð á því að þróa eigin stafræna hæfni. Við vonumst til þess að nýja rammaskipulagið geti hjálpað fyrirtækinu og starfsmönnum að gera sér grein fyrir hvaða kröfur eru gerðar, segir Klaus. FinAut vonar að öll fyrirtæki í geiranum muni hafa gagn af rammaskipulaginu en hvert einstakt fyrirtæki verður sjálft að meta sínar þarfir varðandi hæfni starfsfólks. Ef það er gjá á milli þarfa fyrirtækisins og hæfni starfsfólks þarf starfsmönnum að standa til boða að auka kunnáttu sína til þess að brúa þessa gjá. Við erum búin að prófa nýja rammaskipulagið utan fyrirtækj- anna og höfum fengið góða endurgjöf. Það er mikilvægt að benda á að vinnunni við skilgreiningu á þörfum fjármálageirans varðandi stafræna hæfni er engan veginn lokið. Þess vegna erum við áfram í sambandi við umsækjendur og fyrirtæki til að meta og þróa enn frekar þetta rammaskipulag. Stafræn hæfni verður líka gegnum- gangandi námsefni í vottunarferlunum. Við erum að vinna í því að finna bestu leiðina til að deila bæði reynslu, aðferðum og faglegu efni, segja Siv Seglem og Klaus Høidal hjá FinAut. T exti : S vein Å ge E riksen • L jósmynd : M orten B rakestad BÝRÐ ÞÚ YFIR GÓÐRI STAFRÆNNI DÓMGREIND? Mikilvægt markmið í stafræna rammaskipulaginu er að auka stafræna grunnþekkingu starfsmanna. Þessvegna er mjög ánægjulegt að heyra að fyrirtækin lýsi yfir að þau hyggist leggja meiri vinnu í að auka hæfni starfsmanna innan þeirra, segja Siv Seglem, fram- kvæmdastjóri og Klaus Høidal, fjármálastjóri hjá FinAut. 5 STAFRÆNIR HÆFNIÞÆTTIR H ér eru tillögurnar um fimm kröfur um stafræna grundvallarhæfni starfsfólks í fjármálageiranum . 1. STAFRÆN TÓL A ð geta notað ýmis stafræn tól , miðla og aðföng til þess að nálgast efni og leita , vafra , raða , flokka og túlka stafrænar upplýsingar á viðeigandi og gagnrýninn hátt . 2. STAFRÆN KERFI A ð búa yfir innsýn í öryggismál , F in T ech , launalausnir , gervigreind , sjálfvirkni , aðkomu þriðja aðila , leitarmöguleika og samfélagsmiðla . 3. STAFRÆN SAMSKIPTI A ð geta notað stafræna miðla og tól til þess að eiga samskipti og skjalfesta skilaboð á réttan hátt . H afa þekkingu á því hvernig samskipti fara fram með mismunandi boðleiðum og þekkja algeng mistök sem geta truflað eða hindrað samskipti við viðskiptavini . 4. STAFRÆN DÓMGREIND A ð þekkja netsiðareglur og fara eftir reglum um gagnaleynd og persónu - vernd á netinu . A ð geta lagt siðferðilegt mat á I nternetið og samfé - lagsmiðla sem samskipta - og upplýsingaleiðir . 5. SKILNINGUR Á STAFRÆNUM VIÐSKIPTUM A ð skilja hvaða hlutverki stafræn ferli gegna í viðskiptum . A ð þekkja hvernig upplýsingar , gögn og kerfi styðja við mikilvæg ferli í rekstri fyrirtækis . A ð gera sér grein fyrir mikilvægi þess að fylgjast vel með þróun í stafrænni tækni . B ýrð þú yfir góðri stafrænni dómgreind ? H ún er talin ein af þeim fimm stafrænu grunnhæfniþáttum sem þú ættir að búa yfir .
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==