Tímarit SSF 2. tbl. 2018

LEIÐANDI STÉTTARFÉLAG SSF er í forystu við gerð kjarasamninga sem tryggja góð réttindi og kjör félagsmanna. Stéttarfélag sem tryggir gott samstarf við atvinnurekendur, aðildarfélög og trúnaðarmenn með hag félagsmanna að leiðarljósi. Hvers vegna SSF? Launa- og viðhorfskannanir Launakannanir gefa raunhæfa mynd af launakjörum meirihluta félagsmanna. Skýrar upplýsingar og saman- burður við laun annarra á aðgengilegri reiknivél á www.ssf.is Hærri laun í fæðingarorlofi og fjölskylduvænn vinnutími Tryggir fastráðnum starfsmönnum í fæðingarorlofi full laun upp að hámarks launaviðmiði fæðingarorlofs- sjóðs og almennt fjölskylduvænan vinnutíma hjá flestum félagsmönnum. Ráðgjöf við félagsmenn Upplýsingar um réttindi og skyldur og aðstoð við túlkun kjarasamninga. Stuðningur og lögfræðiaðstoð við þá sem þurfa aðstoð við starfslok eða vilja leita réttar síns vegna kjara- og réttindamála. Lífeyrisréttindi Hefðbundinn samtryggingarsjóður (6+4%) og 4+2% í séreignarsjóð. Að auki greiða atvinnurekendur strax 2% í séreignarsjóð sem hækkar í 7% eftir þriggja ára starf. Veikindaréttur Fjórir og hálfur til tólf mánuðir, eftir starfsaldri, fyrir fastráðna starfsmenn. Einn mánuður á fullum launum og annar á 50% launum fyrir lausráðna. Lág félagsgjöld Einungis 0,7% af grunnlaunum. Líf- og slysatryggingar Fastráðnir starfsmenn eru tryggðir allan sólarhringinn hvar sem er í heiminum. Styrktarsjóður Greiðir sjúkradagpeninga að loknum veikindarétti auk styrkja vegna forvarna og endurhæfingar. Menntunarsjóður Niðurgreiðir kostnað vegna náms allt að helmingi námsgjalda við einingametið nám.

RkJQdWJsaXNoZXIy NjgxMQ==